Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 125
Hlín
123
teigur við. Hann var fallegur í vorskrúðinu, enda hafa
mörg skáldin sungið honum lof. Satt að segja var nú
þörf að staðnæmast og fá sjer hressingu. Matborð
hestanna var þarna tilbúið með besta valllendisgrasi,
en við konurnar breiddum dúk á grundina undir runna,
sem myndaði hálfhring, og hver lagði þar á borð með
sjer úr sinni tösku, og segir ekki meir af því. Mynda-
vjel var með í förinni eins og nútíminn krefst, því er
mynd til af borðhaldinu, því til sönnunar, ef nokkur
vill rengja. Síðan var gengið um skóginn góða stund
og gætt að hestunum. Alt var í besta lagi. Flugan, sem
þarna er stundum á ferð, ljet ekki sjá sig, svo bæði
menn og skepnur höfðu þar besta næði. Þökk sje henni
fyrir og sleppi hún við alla flugnaveiðara.
Þarna í Hraunteigi hefði mátt una lengi dags, en
tíminn leið. Gatan lá eftir skóginum og fetuðu hest-
arnir hana fúsir heim á leið. Eftir því sem sunnar dróg
strjálnuðu trjen, og var eins og þau væru send frá
fjöldanum til að gleðja og gefa vonir þeim, sem þeim
megin koma. En þau kvöddu þá sem fóru í þetta sinn
með hægum hneigingum eftir boði vindarins. Lækur-
inn, sem verndar og vakir yfir gróðrinum, þvoði fætur
hestanna og hresti þá með svalandi vatni. Þannig ski'l-
ur Hraunteigur við gesti sína.
Nú var farið niður með Ytri-Rangá. Á þann hátt
gátu ferðafjelagarnir lengst haldið hópinn, og í öðru
lagi var það, að enn rauk moldin í mætti sínum á eystri
leiðinni, og svo var Ingibjörg ekki til þess að leiða
hópinn á eyðimörkinni. — Falleg er áin. »Hægfara
limsk«, segir samt skáldið. Því miður hefur stundum
reynst nokkuð satt í því. — Nú var liðið áð kveldi.
Samt verður að heilsa henni Jóhönnu, og fá að vita,
hversvegna hún kom ekki með. Heim að Svínhaga var
haldið. Jóhanna vann í garðinum sínum og hafði ekki
fengið boðin um ferðina. Hún kvaðst einmitt þennan