Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 44
42
Hlin
eða mygluskot. Því þarf að gera þá rakalausa og mála
þá innan, *og helst loftræsta þá. — Við hverja eldavjel
ætti að vera verkfæraskápur fyrir áhöldin, þar seni
hver hlut.ur hefir sinn snaga eða slíður, ljett að grípa
hendinni til. Skápar ættu að vera sem breiðastir, og
ekki hærri en svo, að ljett sje að seilast upp á efstu
hillu, og ná ekki lengra niður en svo, að könnur og þ.
h. geti staðið undir þeim á eldhúsbekknum. — Ekki
mega snerlar vera utan á hurðunum, heldur húnar til
að taka í og helst af öllu smellur, sem settar eru í hurð-
arbrúnina, svo ekki þarf annað en styðja á hurðina,
þegar á að loka.
Skamt frá eldavejlinni þarf að vera skúffuskápur
fyrir mjölmat, grjón, sykur, krydd o. þ. h., alt sem
næst hendinni, þegar unnið er við eldavjelina. — Það
er þægiiegt að hafa járnvarða kassa, sitt hvorumegin
við vjelina, t. d. kolakassann og hitageyminn, til að
geta sett frá sjer heit ílát, ef ekki eru járnplötur ,út af
hliðum eldavjelarinnar til að setja potta á. — Ef eld-
húsið er nokkuð stórt, er sjálfsagt að hafa borð á miðju
gólfi til að setja ílát frá sjer á, svo spara megi óþarfa-
sporin frá vjelinni yfir að bekknum. — Eitt er það sem
húsmæðurnar þurfa sjerstaklega að gefa meiri gaum
■ að en áður, það er kæling á matvælum: mjólk og mat-
arleifum.' iskofar og ísskápar eru æskilegir á öllum
stærri heimilum, en í hverju búri eða matargeymslu
ætti að vera lítili kæliskápur, sem settur er í samband
við vatnsleiðslu heimilisins. Það vatn, sem notað er,
rennur þá í gegnum pípur í skápnum og heldur honum
köldum. Yfir nóttina má láta sytra lítið eitt úr ein-
hverjum krananum, helst þá skápurinn kaldur. Erlend
reynslá sýnir, að það er hægt að halda hitanum niðri í
6 stigum í kæliskápum yfir sumarið með þessu móti.
Hjer á landi mundu húsmæður geta notað þessa kæli-
aðferð sjer til mikilla þæginda. — Annars er það ekki