Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 58
56
Hlín
inginn ekki vantað. Þjóðmenjasafnið okkar hefur lítil
fjárráð að kaupa gripi, ilt og ónóg húsrúm, svo safn-
ið nýtur sín ekki, og margt er niðurlæst, svo menn
hafa ekki af því full not. En það ætti*ekki að vera
safninu ofvaxið, og er beinlínis skylda þess, að gefa
árlega út uppdrætti af ýmsum íslenskum gerðum, svo
almenningur, um land alt, megi njota fræðslu safns-
ins, það er eina ráðið til þess að landsmenn kynnist
íslenskri list, eins og hún birtist okkur í þessum gömlu
vinnubrögðum. — útlendar fyrirmyndir eru í hvers
manns höndum í blöðum, sem hingað bei'ast, en ís-
lenskar fyrirmyndir eru hvergi að finna aðgengilegar
fyrir alþýðu manna. Þetta má ekki svo til ganga leng-
ur, ef við viljum hafa áhrif á listasmekk þjqðarinnar,
þá verðum við að gefa henni greiðan gang að fögrum,
íslenskurð fyrirmyndum. Þótt menn í fyrstu fylgdu
þessum uppdráttum bókstaflega, en sköpuðu ekki nýtt,
þá er það betra en að taka það útlenda upp óbreytt og
athugasemdalaust eins og nú er gert. En sú mundi
raun á verða, sem fyr, að þegar æfing og leikni er
fengin, færu menn að skapa sjálfir, setja sinn svip á
gerðirnar, og listamennirnir hjálpuðu til að skapa nýja
íslenska list bygða á gömlu fyrirmyndunum. Það sem
gert hefur verið í þessu efni, aðallega trjeskurði og
málmsmíði, hefur gefist ágætlega, en um vefnaðar- og
útsaumsgerðirnar hefur vérið hirt miklu minna en
skyldi. Eiga hannyrðakonui'nar og listamennirnir þar
verk fyrir hendi.
Á mörgum heimilum hjer á landi er nú ekki einrt
einasti íslenskur hlutur til, alt aðkeypt, útlent. Það
kveður nokkuð við annan tón, en þegar íslensk alþýða,
bæði konur og karlar, unnu alt til híbýlaprýði, og var
þó aðstaðan örðug, eflaust hefði þá, ekki síður en nú,
mátt kvarta um örðugleika á að ná í hentugt efni og
góð áhöld. En þjóðin ljet ekki aftra sjer, setti jafnvel