Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 123
Hlín
121
Steinkross er eyðijörð, og þaðan engar sögur kunn-
ar, en þar sem ein konan í hópnum hafði búið í Dag-
varðarnesi, sem er líka eyðijörð þar hjá, þegar hún var
í bygð, var sjálfsagt að koma þar. Þuríður sagði ferða-
fjelögunum frá því, hversu hún og fólk hennar bjarg-
aðist dásamlega, þegar alt hrundi þar í jarðskjálftun-
um 19Í2. Þania hefir verið fallegt, en við jarðskjálft-
ana varð þar óbyggilegt, vegna þess, að þá hvarf al-
veg vatnið, sem áður var þó' af mjög skornum skamti,
en eins til tveggja klukkutíma ferð til vatns. Frá eyði-
býlinu var farið með frásögn Þuríðar í huga. — Dótl-
ir hennar, sem þarna er fædd, og var ein í hópnum,
var ein af þeim, er vernd hins góða gætti svo vel í
háskahruninu. — Milli Diagvarðarness og Kots er
hálfrar klukkustundar ferð. Auðn er þar yfir að líta,
mosagrátt hraun, geysi flæmi. Hugurinn fyltist angri
við að minnast stúlkunnar litlu á fimta ári, sem send
var fyrir 30—40 árum þarna á milli bæjanna um há-
vetur, Tók ranga götu, varð úti og fanst eftir nokkrar
vikur og mikla leit langt suður í hrauninu.
Nú fóru að ókunnast leiðir. Einn fjelaginn var í
Koti; betur að vel stæði nú á þar, svo að við fengjum
góðan leiðtoga í Hraunteig. Var haldið að bænum
þarna í auðninni, þar sem móðirin kvaddi bæinn frá
manni og börnum fyrir nær tuttugu árum, og litla
stúlkan, nýfermd, tók við bústjórninni. Þarna voru
fjögur systkinin alls, og baráttan hörð. ólafur, dreng-
urinn 8 ára, sótti vatn á hesti í ankerum, var það
klukkutíma ferð í Selsundslæk. Ljet hann þá hestinn
standa í djúpri götu, svo að hann næði til að ausa
vatninu í ankérim- Þessa sömu leið sótti hann kúna í
hagann. Sá þá konan í Selsundi um að hafa eitthvað
til að hressa drenginn með. — Fyrirgefið útúrdúrinn.
Hepnin var með okkur, hesturinn var rjett við bæ-
inn og glatt varð á ný, þegar Guðný hljóp í söðplinn