Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 124
122
Hlín
og tók að sjer leiðsöguna, og hjelt svo hópurinn áfram,
ánægður og áhyggjulaus sem leið liggur. Alt í einu
kallar Guðný. »Ætlið þið ekki að skoða útilegumanna-
hellinn, hann er hjer skamt suður í hrauninu?« Fall-
ist var á það, og var haldið að hraunbrúninni. Þar var
stigið af baki, og þess minst um leið, sem góðir fje-
lagar heima sögðu, þegar farið var af stað: »Gætið að
hestunum, þar sem þið staðnæmist«. — Þarna var
hraunið fallegt. Klettarnir eru eins og kastalarústir,
víða klæddir mosa og milli þeirra er mosinn mjög
þykkur. Lynghríslur hafa víða fest rætur í honum, og
fallega frá þessu gengið. — Guðný hljóp eins og hind
yfir hraunið að hellinum, sem liggur þar, hulinn öllum
ókunnugum. Fyrir utan hellisopið hreyfði Guðný stein
og kom þá í ljós djúp hola, sem bein höfðu verið falin
í og sýndu að þar höfðu menn dvalið. — Þarna var un-
aðslegt að dvelja í sólríkri júní-kyrðinni, en vetur hlýt-
ur að vera þarna kaldur og eyðilegur. Og eitt kvöldið
það, leitaði útlaginn húsa í Selsundi, en sótti dauðann
til bóndans þar í nauðleitinni. — Ekki dugði samt að
dvelja þarna lengur, því langt var eftir leiðarinnaf.
»En hvar er Guðný? Ætli útilegumaðurinn hafi tekið
i hana?« Nei! hún var komin til hestanna, og enn var
haldið af stað, og sú ákvörðun tekin að fara eystri
leiðina, svo hægt væri að sjá til efstu bæja sveitarinn-
ar. Gott var að hitta Selsundslækinn, þar gátu hest-
arnir svalað þorstanum. Lófann notuðum við fyrir
bikar, eins og líklegt er að Adam gamli hafi orðið að
gera, ef hann hefur þyrst í einstæðingsskapnum. —
Nú kom hver lækurinn af öðrum á leiðinni. Betur væri
einhver þeirra kominn niður að Koti og Dagvarðar-
nesi. Hlýlegt er að líta heim til bæjanna, og vonandi
að ungu bændunum, sem búa um sig í skjóli dalanna,
famist vel.
Loks var nú komið á leiðarenda, og brosti nú Hraun-