Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 39
37
fílín
— Engin hefir betri skilyrði til að gefa góð ráð hjer,
en húsmæðurnar sjálfar, sem árum, og jafnvel áratug-
um saman, hafa starfað í eldhúsunum. — Þær konur,
sem betur vita, ættu að fi-æða hinar, sem minna vita,
og þær sem hafa sjerstakan áhuga fyrir málinu eiga
að kynna sjer, hvað aðrar þjóðir,gera í þessu efni, og
birta svo opinbeiiega árangurinn af rannsóknum sín-
um, ásamt tillögum um endurbætur við okkar hæfi. —
Sjerstaklega þarf að vekja áhuga þeirra, er að hús-
mæðraskólunum standa, fyrir allri híbýlatilhögun, að
vísu ekkert fremur eldhússins, en þvottahúss,' geymslu,
stofu og svefnhúss.
Allar húsmæður mynda sjer fyr eða síðar einhverja
ákveðna skoðun um, hvernig þær vildu óska að her-
bergjaskipun og tilhögun væri á heimili þeirra. En það
er hlutverk kvennaskóla að veita ungum konum þekk-
ingu í þessu eíni, þekkingu, sem skoðanir þeii’ra og
'smekkur byggist á.
Það er gott að kenna ungri stúlku að þvo og sópa
daglega, en það er ennþá betra að kenna henni að gera
heimili sitt svo úr garði, að hún komist af með hálfa
klukkustund til þess að vinna það verlc, sem hún áður
þurfti heila klukkustund til að framkvæma.
í mörgum efnum höfum við íslendingar eyðslusamir
verið, en engu höfum við sóað jafn-tilfinnanlega og
kröftum húsmóðurinnar, eða þeirra kvenna, eldri eða
yngri, sem unnið hafa að innanbæjarstörfum. — En
það tjáir ekki að sakast um orðinn hlut, heldur reyna
að breyta til batnaðar í framtíðinni, breyta um tilhög-
un í eldhúsinu og bæta hana. — Allar menningarþjóð-
ir taka þetta mál nú föstum tökum og gera sitt ítrasta
til að koma mönnurn í skilning um nauðsyn þess og
verður mikið ágengt. — Vinnuna þarf að spara, því
hún er svo dýr. Húsmóðirin er víðá ein með ung börn
við bæjarstörfin. Þetta getur blessast, ef allur útbún-