Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 66
64
fílín
íslenskt togflos, bæði alflos og hálfflos, er sýnt í
Hlín 12. árg. (7. og 9. mynd).
Það er engin ástæða til fyrir okkur íslendinga að
nota annað flos en þetta, og það á algerlega að útrýma
útlenda flosinu. — Ekkert efni er jafnfallegt í flos og
togið og ekkert jafnhaldgott.
Brynhildur Ingvarsdóttvr.
íslenskur glitvefnaður.
Uppistaða: tvinnaður, svartur togþráður, lieldur
fínn. (Við höfum jafnvel stundum notað vjelunnið,
tvinnaá, vel snúið þelband í uppistöðu og gefist vel).
ívaf: Einfalt, svart þelband, fínt. Skeið: 50—60 tann-
ir á 10 cm. Einn þráður í hafaldi, einn þráður í tönn.
Skeiðin fer náttúrlega eftir því, hve uppistaðan er
gróf, en betra er að hafa skeiðina frekar grófa en
fína, því þá verður glitið voðfeldara. Það eru ofin 4—
6 skil milli munsturþráðanna. — Hve mörg skil eru
ofin, fer eftir stærð ívafsins. — Altaf vill dálítið
grisja í uppistöðuna, en það gerir ekki svo mikið til,
ef þráðurinn er .vel svartui1 og fallegur. — Þegar stig-
ið er á glitskammelið (3. skammel) koma munstur-
þræðirnir upp. Glitbandinu er brugðið fram og aftur,
frá vinstri til hægri og frá hægri til vinstri yfir þessa
þræði. Þannig koma tvær umferðir af glitinu í hvert
skil, og verður því glitið vel þjett eins og á að vera.
Sporin eiga að vera rjettur ferhyrningur. — Það á að
fela vel endana á glitþræðinum í skilinu, þegar spor
er byrjað, endað eða skift um lit. — í glitið er notað
þrinnað þelband..
fslenska glitið er reglulegt og fallegt á úthverfunni.
Rjetthverfan snýr upp, þegar ofið er. Uppistaðan er
ull. íslenska venjan er að hafa grunninn svartan, það