Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 81
tilín 79
nægilegt til þess að sýna uppeldislega þýðingu heimil-
isiðnaðarins. En þar kemur fleira til greina.
Oft er á það minst, að vjer lifum á byltingatímum.
Stríðið mikla færði mönnum heim sanninn um, að
margt væri rotið í menningu nútímans, sem menn
höfðu verið svo hreyknir af. Síðan mun mega segja,
að farið hafi fram nýtt mat á mörgum' hlutum, og
gagngerðar breytingar fara því fram á mörgum svið-
um. Á þetta ekki síst við um skólamálin, einkum al-
þýðuskólana. Af því litla, sem jeg hef heyrt og lesið
um þau mál, virðist mjer meginatriðið í hinni nýju
skólastefnu vera tilraun til að færa fræðsluna og skól-
ana nær lífinu, treysta bandið milli skólanna og hiris
raunverulega lífs. Einn þátturinn í því starfi er kraf-
an um verlclegt nám, krafan um líkamlega vinnu í skól-
unum. Svo virðist sem mönnum sje að verða ljóst, að
það er miklu nánara samband milli hugar og handar
en gömlu skólarnir viðurkendu og bygðu á, þannig, að
sje það slitið, sje rofið skarð í þroska mannsins, sem
erfitt sje að hlaða upp í. Mönnum er að skiljast, að til
ér önnur leið til þekkingar á lögum lífsins, en bók-
námið, en það er sú reynsla, sem vinst gegnum dag-
leg störf.. Þá leið hafa mennirnir í 'heild sinni gengið.
Á þann hátt hafa þeir hafist- frá fáfræði og villimensku
til þekkingar á lögum náttúrunnar. Sú þroskaleið virð-
ist liggja gegnum lifandi samstarf huga og handar, en
á þann hátt þó, að hið verklega er á undan, leiðin
liggur frá hendi til hugar. Hin nýja skólastefna virð-
ist álíta, að vöxtur einstaklingsins sje sömu lögum
háður. En uppeldi stóriðjunnar og vjelamenningar-
innar úti í hinum stóru menningarlöndum er ekki hag-
að samkvæmt þessu. Þar er fjölmennur flokkur manna,
sem lítið gerir annað, frá vöggunni til grafarinnar, en
vinna með höndunum einhæft starf, sem honum hefir
verið úthlutað samkvæmt verkaskiftingu, sem er bygð