Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 144
142
Hlín
30—40 hesta. Ef við vorum skamt frá véginum, feng-
um við að dreypa á ferðapela og fíkjur og rúsínur í
lófann. Var það góð viðbót við eggin, sem safnað var
til morgunverðar og líka hunangið, sem gamla konan
var svo fundvís á. Við horfðum undrandi á haglega
gerðu litlu tunnurnar, sem stóðu í þyrping inni í þúf-
unum, það mun nú gleymdur atvinnuvegur að safna
hunangi í grasaheiði.
í fyrstu var okkur systrunum það hulin ráðgáta,
að hinar stúlkurnar voru smátt og smátt að losa úr
pokunum og bjuggu til kökumyndaða smábingi, því
við þurftum ekki að losa úr-okkar pokum fyr en heim
við tjaldið á morgnana.
Það færðist fjör og líí í okkur, þegar ilmandi lyng-
reykurinn kom á móti okkur á heimleiðinm og við
hlökkuðum til að drekka blóðbergsteið og fá maíinn í
svanginn, áður en við duttum ofan í fletin og sofnuð-
um södd og örþreytt. Vöknuðum svo endurnærð til að
leika okkur, hoppa og hlæja; þetta var svo frjálslegt
líf og ólíkt aganum og stjórnseminni í heimahúsum.
Þegar vikan var liðin, var komið með nýtt nesti að
heiman og frjettir. Hefðum við þá öll kosið að mega
»ljetta akkerum« og snúa heim, þó við fengjum sykur-
borna mjólkurskán og froðuost, rauðseyddan í stórri
kollu, hagldabrauð og kandís. — Það sem okkur alla
æfi var fast í minni, var sú fi'jett, að eldri systir fjekk
leyfi að fara heim og átti að fá að fara í kaupstaðinn
með móður sinni og ríða ein í söðli. Nú áttum við að
skilja um stund, systurnar, sem ávalt höfðum lifað við
sömu kjör. En þetta var föst regla, að fara með ungl-
ingi í kaupstaðinn fermingarárið. — í þetta sinn var
það sem mestu varðaði, þegar til átti að taka, spari-
fatnað okkar systra, þá var hann einn og hinn sami.
Svo við fórum ekki í kirkjuna (vorum á kirkjustað),
nema sín í hvert sinni. Á öðrum samkomum dugði hið