Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 80
78
HUn
»borgar sig« að vinna heimilisiðnað. En þessi reikn-
ingur er ekki rjettur. Og skekkjan liggur í því, að
hann er bygður á röngum forsendum. Hún liggur í
misskilningi á eðli vinnunnar, sem veiáð er að verð-
leggja. Heimilisiðnaður er sem sje ekki sjerstök at-
vinnugrein, eins og t. d. handiðnaður og verksmiðju-
iðnaður, heldur er. hann aukaatvinmi, þ. e., vinna, sem
stunckiö er í hjáverkum viö aðra atvinnu, sem er aöal-
atvinna þeirra, er heimilisiðnaðinn vinna. — En ekki
eru allar atvinnugreinir þess eðlis, að heimilisiðnaður
þrífist í skjóli þeirra. Sýnir reynslan, að landbúnaður
er sú atvinnan, sem heimilisiðnaðurinn helst á sam-
leið með. Það er eðlilegt, því hann mun óvíðast stund-
aður jöfnum höndum árið um kring. Nokkru veldur
þó um það náttúruskilyrði. Þar sem vetur er langur og
dagar stuttir eins og á voru landi, og yfirleitt á Norð-
urlöndum, eru skilyrðin ágæt. Mun og heimilisiðnaður
óvíða meiri. Af þessu má sjá, að hann er unninn með
ódýrum vinnukrafti, á ódýrum tíma árs, vetrinum,
unnin í hjáverkwn, á tíma, sem ekki verður notaður til
annarar arðberandi vinnu. Heimilisiðnaðurinn lcrefst
ekki auJcins vinnukraftar, heldur afgangs-vinnukraft-
ar frá aðalatvinnunni.
í þessu er fólgin ráðning þessarar gátu, að það
»borgar sig« — og hefur æfinlega »borgað sig« — að
vinna heimilisiðnað, og selja jafnvel svo lágu verði,
að hann þyki samkeppnisfær verksmiðjuiðnaði. í þessu
er fólgið hagrænt gildi heimilisiðnaðarins. En auk
þess hefur hann 1 sjer fólgin verðmæti, sem eru þess
eðlis, að ekki verða tölum talin.
ÞaX> eru hin uppeldislégu áhrif hans.
Alment mun það viðurkent, að heimilisiðnaður venji
menn á iðjusemi og sparsemi. En þar sem þetta eru
einar hinar fremstu borgaralegu dygðir, væri það eitt