Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 54
52
Hlín
yrðir, útskurð eða málmsmíði, sem við höfum tíðkað
hjer á liðnum öldum, og það megi því segja, að það sje
ekki íslenskt, þá ejgum við þó sammerkt við aðrar
menningarþjóðir fyr og síðar í því, að við höfum sett
olckar svip á það aðflutta, og hann svo skíran og greini-
legan, að þar er ekki um að villast, og svo sjerkenni#
legan, að hann má fylliiega íslenskur kallast. Sá sem
hefur dálítið kynt sjer þessi mál, sjer við fyrsta tillit,
hvort vefnaðargerðin eða skurðurinn er íslenskt eða
ekki. — Og það er svo langt frá því, að þessar íslensku,
sjerkennilegu gerðir standi á nokkurn hátt að baki
samskonar vinnubrögðum frá fyrri tímum hjá ná-
grannaþjóðum okkar. Togflosið íslenska t. d. á ekki
sinn líka á Norðurlöndum, bæði gerðir og efni er ein-
kennilegt og fagurt.
Meðan íslenskur vefnaður var verslunarvara, sem
hjelst, þó í smáum stíl væri, fram á 19. öld, voru vefj-
arefnin að sjálfsögðu ull. »Söluvoð, hvít og mórend«
og sá vefnaður fábreyttur: vaðmál. í íslenskum skraut-
vefnaði hefur togið haft mikla þýðingu. Það kemur
þar algerlega í stað hörsins, sem notaður var sem uppi-
staða í öllum skrautvefnaði Norðurlanda, enda getur
það fyllilega jafnast á við hörinn að styrkleika og feg-
urð. — í allan íslenskan skrautvefnað var tvinnaður
togþráður notaður í uppistöður: flos, krossvefnað, glit,
salon, brekánsvefnað, og í ílosið sjálft var notað dregið
tog, sem er silkigljáandi og fagurt. í togeinskeftu var
augnsaumurinn saumaður og sömuleiðis íslenski kross-
saumurinn eða fljettusaumurinn. — Hörinn var lítið
notaður, hefur lítið eða ekkert verið ræktaður, þótt
örnefni, eins og Línakradalur, bendi á, að eitthvað hef-^
ur verið að því gert.
Eftir að »danski vefstóllinn« varð svo algengur sem
raun varð á, eða hjer um bil á hverjum bæ, og margir
\