Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 28
26
Hlín
pylsuna og blóðmörinn, — þjóðin er merkilega fast-
heldin á þessa matargerð. Hjer er efni til rannsóknar,
aðeins vil jeg benda á, að súrsunin er nú gerð á þann
veg, að vatni er helt á slátrið og beðið eftir því, að
kornsýra myndist til að súrsa það. Kornsýran mynd-
ast úr sykurefnunum, sem rúgurinn er svo ríkur af, og
rýrnar næringargildi hans að mun við þetta, það sem
eftir er af rúgnum, má telja einskonar hrat. Næring-
argildi slátursins byggist því aðallega á því, hversu
mörborið það er, og aðalkostur þess, annar en sá, hve
handhægt er að bera það fram í hvert sinn, er að mör-
inn notast þar, ef til vill betur en á nokkurn annan
hátt. Með graut og mjólk má slátur verða sæmilega
nothæft, en sem einmeti með eintómum hafragraut og
sykri eða saft er það óhæft. B-fjörefnið ætti að þola
suðu og súrsun slátursins.
Hvað takast megi að rækta hjer af fæðutegundum
er lítt rannsakað, en sennilega er það takmarkað.
Sennilega er aðeins á hálfu landinu unt að sinna arð-
vænlegri garðrækt. Kartöflur spretta ekki á norðaust-
ur-landinu, þar sem iðulega er súld og þoka. Kál og
rófur þurfa mikinn áburð, svo vafi er, hvort fram-
leiðslan borgar sig nema á vissum stöðum á landinu,
en rannsókn ófullkomin á þessum sviðum, og verður
því ekki sagt með vissu um þetta að sinni. En hitt er
víst, að kringum kaupstaðina, og sjerstaklega við jarð-
hita, má rækta margt af því sem vjer þurfum af káli
og grænmeti. — Það mun vera öllu til skila haldið, að
hjer verði ræktað hvítkál, og er það leitt um svo góð-
an mat. En gulrófnakál ætti alt að etast, því það er
gott, en ágætast er þó grænkálið, sem alstaðar getur
sprottið, og blómkálið, sem víða sprettur. En svo eru
túngrösin órannsökuð, er sennilegt að eitthvað af
þeim sje efnaríkt.
Að endingu vil jeg minnast á það, að eyðilegging