Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 164
HBIMILISIÐNAÐARFJEI.AG ÍSLANDS.
Vefnaðarnávinskeið verður haldið í Eeykjavík á komanda
vetri 1930, frá 5. jan. til 5. apríl. Kenslugjaldið, 75 krónur,
greiðist fyrirfram. Umsóknir ber að senda fyrir 1. nóv. til for-
manns fjelagsins, Guðrúnar Pjetursdóttur, Skólavörðustíg 11,
Reykjavík (sími 345). Alt efni til námsskeiðsins fæst á staðn-
um. 7 stunda kensla á dag. Kennari: Brynhildur Ingvarsdóttir.
Vefjarefni, vefjaráhöld og indigólit útvegar fjelagið þeim sem
þess óska. Peningar verða að fylgja pöntun eða greiðast við
móttöku. Pantanir sjeu stílaðar til formanns fjelagsins: Guð-
rúnar Pjetursdóttur, Skólavörðustíg 11, Rvík. — Ef þjer viljið,
að fjelagið útvegi yður handavinnuáhöld eða efni, þá gerið
pöntun sem alln-a fyrst. — Verslun Hólmfríðar Kristjánsdóttur,
Þingholtstræti 2, Rvík, annast útsölu á möppunum með íslensku
vefnaðaruppdráttunum, sendir þær gegn póstkröfu hvert á land
sem er. (Verð kr. 1.00 mappan). Þeir sem hafa tekið möppur til
útsölu fyir fjelagið, geri svo vel að gera Hólmfríði skil á and-
virði þeirra eða senda það óselda til hennar.
SPUNAVJELAR.
■Ján. Gestsson í Villingaholti í Flóa, Ámessýslti
smíðar spunavjelar fyrir almenning og selur við því verði sem
hjer segir:
15 þráða vjelar 400 krónur.
20 þráða vjelar 450 krónur
25 þráða vjelar 500 krónur
30 þráða vjelar 550 krónur.
Þau skilyrði fylgja, að pöntun sje skrifleg og að henni fylgi
100 kr. fyrirframgreiðsia upp í vjelaverðið. Eftirstöðvarnar
greiðast við afhendingu vjelarinnar á staðnum (Villingaholti),
eða þá, að vjelin er send með eftirkröfu. Smiðurinn annast
flutning á vjelunum á skipaafgreiðslu í Reykjavík fyrir mjög
væga borgun, býr um þær og merkir (7—8 stykki). — Vjelunum
fylgir: 1) Tvinningarstóll, sem settur er í samband við vjelina,
þegar tvinnað er eða þrinnað band eða þráður, lin- eða harð-
snúið eftir vild, 2) Spuna- og tvinningaspólur. 3) Hesputrje,
sem hespar 5 hespur í einu. Ennfremur: Lopahúnn, lopakrókur,
skrúftöng o. fl. smátæki, svo og leiðarvísir um samsetningu og
notkun vjelarinnar til þeirra sem þess óska. — Vjelamar eru
afgreiddar í þeirri röð sem pantanir koma. — Síðastliðin 5 ár
hefur Jón í Villingaholti smíðað 34 spunavjelar og selt þær vfðs-
vegar um land. Símstöð er: Hraungerði.
Utanáskrift Halldóru Bjarnadóttur er »Hlín«, ReykjavíkT”