Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 78
76
T-llín
En þar er um rnikið og merkilegt mál að ræða í menn-
ingarlegu tilliti, og ekki kemst það í viðunanlegt horf
fyr en húsgagnasmíði er aftur orðin ein grein heimil-
isiðnaðarins, eins og hún áður var. Á engu er svip-
leysið og menningarskorturinn jafn átakanlegt og hús-
búnaði sumra hinna nýrri sveitabæja á íslandi. Þar
vantar ait, sem eihkendi baðstofurnar gömlu, þar sem
alt var skapað í huga og hönd bóndans og konunnar,
alt sprottið upp af lifandi nauðsyn, og því engu of-
aukið eða illa fyrir komið.
Hjer þarf bráðra aðgerða við. Eiga þau fjelög og
nefndir, sem efndu til samkepni um teikningar af ís-
lenskum húsgögnum þakkir skilið fyrir að hafa riðið
á vaðið í þessu merkilega máli. Smíðánámsskeið í
sveitum tel jeg eitt hið allra nauðsynlegasta á næstu
árum til eflingar heimilisiðnaði vorum. — Unga menn
vantar sjálfsagt ekki hagleik handarinnar fremur en
fyr, en þá vantar þekkingu, tækni, og smekk fyrir
formi og stíl, er um húsgögn er að ræða. Verður vel
að vanda til kennara á slíkum námsskeiðum.
Þetta tvent, vefnaður og. smíðar, er það, sem setur
mestan svip á heimilin og verður, eins og áður er sagt,
stærsti liðurinn í því að skapa verulega heimilis- og
sveitamenningu, og um leið vísasti vegurinn til aukins
sjálfstæðis og varnar gegn tískunni Og ringulreið
menningarleysisins.
Þá er enn eitt, sem mjer virðast sýningarnar bera
vott um. En það er hringlið og stefnuleysið í heimilis-
iðnaðinum. I Svíþjóð og Noregi er það talið heimilis-
iðnaðinum til gildis, hvað hann er staðbundinn. — Það
er eins og hann sje gróinn upp úr jörð átthaganna og
eigi hvergi gróðurskilyrði nema þar. • Átthagaböndin
eru þar svo sterk. Fólkið, málið, búningurinn, heimil-
isiðnaðurinn, alt ber sinn sjerkennilega svip. Á öllu er
merki átthagans, það er alt eins og vaxið upp úr