Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 90
88
Hlín
stöðum í sömu sveit, og giftist Steinunni Árnadóttur
frá Mói í Fljótum, hinni ágætustu konu, sem annáluð
hefur verið fyrir dugnað og ráðdeild eins og þau hjón
bæði. Hesturinn, sem Jón lánaði mjer, var grár að lit,
þýður og þægilega viljugur, og því hinn besti ferða-
hestur. Hestleigan var aðeins þrír ríkisdalir, og hefur
mjer víst þótt leigan lág, því jeg bætti hana upp með
því að sauma handa eigandanum krosssaumsaxlabönd,
sem þá voru mikið notuð til spari. Frú Steinunn kona
hans sagði mjer í fyrra að þau væru enn til.
Miðvikudaginn 29. júlí var alt tilbúið, og var þá
lagt af stað með 12 hesta, 1 undir koffortum og grasa-
tjald ofan á milli. Var nú farin beinasta leið yfir Stað-
arfjöll, áð eftir þörfum í ágætu haglendi, þar á meðal
í Reynistaðarseli, og er þar bæði grösugt og fallegt.
Ekkert sjerstakt kom fyrir, nema að hesturinn, sem
jeg reið á, stór, sótrauður hestur frá Eyhildarholti,
fór að ausa, og vissi jeg ekki fyrri til, en að hann henti
mjef á höfuðið yfir söðulbogann ofan í götuna, til allr-
ar hamingju meiddi jeg mig sama sem ekkert, aðeins
dálítið á enninu, móðir mín dróg hnífsblað yfir kúluna
og leið svo þetta frá, en jeg varð að hafa reiðhattinn
aftur á höfði, þar eð jeg þoldi hann ekki ofan á ennið.
— Nú va,r lagt af stað aftur, og ljet Gunnlaugur mig
fá annan hest, þeim sótrauða kom jeg aldrei framar á
bak. Við hjeldum, sem leið liggur, vestur fjöllin, yfir
Blöndu á ferju hjá HoltastÖðum og vestur Ása, yfir
Reykjabraut, inn með Vatnsdalsfjalli og yfir Kvíslina
á Skriðuvaði, þaðan í gegnum Vatnsdalshóla, fram hjá
Sveinsstöðum og út að Steinnesi. Eiríkur, elsti bróðir
minn, hafði fengið veitingu fyrir brauðinu og flutst
þangað um vorið. Kona hans var Guðrún, dóttir Gísla
Hjálmarsens fjórðungslæknis og Guðlaugar Guttorms-
dóttur, bæði komin af gáfuðum og merkum ættum á
Austurlandi. Þar var okkur tekið tveim höndum og