Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 68
66
Hlin
til umferðakenslunnar, og vona að aðrir, sem eitthvað
hafa, geri slíkt hið sama). Þessir unglingar ætlast jeg
svo til að fylgi mjer um sinn hrepp allan, síðar geta
þeir svo, ef til vill, aðstoðað dálítiðíhreppunum áeftir.
Eftir að jeg hafði fengið svör frá fjelögunum og þau
tjáð sig í öllum aðalatriðum samþykk tillögum mínum,
lagði jeg af stað í fyrstu ferðina 26. mars. Geri jeg í
meðlögðu brjefi til formanns garðyrkjunefndarinnar,
grein fyrir fyrstu ferðunum og undirbúningi þeirra.
Jeg fylgdi þeii’ri reglu, sem jeg hafði ætlað mjer í
fyrstu um tilhögun vinnunnar og gafst hún mjög vel.
Unglingar hjálpuðu mjer við vinnuna og fylgdust með
mjer milli bæja eins og ráðgert var í fyrstu. Leiðbein-
ingunum var mjög vel tekið.
Jeg hafði námskeið hjer á Víðivöllum, frá 14.—17.
maí að báðum dögum meðtöldum, sóttu það 9 stúlkur
úr hreppunum, voru þær mjer mjög góð hjálp í starfi
mínu síðar.
Jeg starfaði í 6 hreppum, og fylgja vottorð frá þeim,
nema Hegranesi, sem náði ekki nógu snemma til að
vera með. Um Hjaltadal og Kolbeinsdal fór jeg eina
umferð í haust, var það undirbúningur undir starf
næsta ár.
Jeg starfaði frá 26. mars til 31. október og fór 4
umferðir um svæðið. — Vann 190 dagsverk, þar af
100 við skrúðgarða (fullur helmingur af nýjum görð-
um) og 80—90 að matjurtarækt (25—30 dagsverk að
nýjum görðum). Á 2. hundrað skrúðgarðar eru nú á
þessu svæði.
Almennur áhugi virðist vaknaður fyrir þessu máli
í hjeraðinu, og það er ætlun vor að láta ekki starfsepi-
ina niður falla, þótt styrkur fáist e. t. v. ekki til henn-
ar, sem þó væri mjög æskilegt.
Víðivöllum í Blönduhlíð í nóvembermánuði 1928.
Lilja SiguröardótUr.