Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 113
Hltn
111
unn að þurfa að nota nokkuö útlent til klæða, rúm-
fatnaðar og húsbúnaðar, að geta ekki gert .það alt
sjálfur. — Mikill er munurinn, þegar megnið af öllum
fatnaði karla og kvenna, auk annars, er flutt inn til-
búið. Það er ekki einungis efnið, sem er innflutt, held-
ur greiðum við stórfje fyrir tilbúning fatanna. Það
hefði einhverntíma þótt fyrirsögn, að íslenskar konur
gætu ekki gert fötin utan á sig og sína, en yrðu að
kaupa það mestalt frá útlöndum. — Jafnvel prjónles,
líklega úr íslenski-i ull, er flutt inn. — Þótt við höfum
undanfarna ái'atugi átt við góðæri að búa, og getum
ef til vill greitt þetta, þá sjá allir, að þetta er ekki heil-
brigt. Hugsunarhátturinn þarf að breytast og skólarn-
ir geta unnið stórvirki á því sviði, ef þeir vilja,
og jeg vona að þeir vilji það, barnaskólai'nir fyrst og
fremst, því á börnunum verður að byrja, og svo ung-
lingaskólarnir, það er ófyrii'gefanlegt, ef þeir van-
rækja að hafa áhrif á nemendur sína um sparnað,
heilnæmi og snyrtimensku í klæðaburði. Á þeim árum
eru æskumenn mjög næmir fyrir áhrifum, svo kenn-
urunum ætti að vera þetta í lófa lagið.
Þessi árin ki'ingum 1930 verður mikil þjóðernis-
vakning í landi voru. Húxi þarf að áoi'ka því, meðal
annars, að kenna ókkur að meta og virða það, sem
landið okkar getur í tje látið til klæðnaðar. Það bætir
þjóðarhaginn, það er heilsusamlegt og það er fagurt.
Allir, sem vit hafa á, álíta okkur menn að meiri, ef
við sýnum það ajálfstæði að viðhalda hollum og góðum
siðum og venjum feðra voi'ra, og virðum og notum þau
gæði, sem landið veitir.