Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 138
136
Hlín
sambland af alumin og ildi. En í smaragð og emíereld
(grænir) og tópas (gulur) er auk þess kísilildi o. fl.
efni. Gimsteinar'þessir eru krystölluð efnasambönd og
stafa hinir ýmsu litir af ildissamböndum annara
málma, er yrjast hafa í krystalefnið við myndunina. —
Postulínsleir (kaólín) er annað samband af alumin
sem flestir kannast við. Það er hreinn aluminleir og
samsettur af aluminildi, kísilildi og vatni. — Almenn-
ur leir (leirhelia, smiðjumór, moldarmór o. fl.) er
einnig gerður af þessum sömu efnum, en auk þess af
kísilsamböndum ýmissa annara málma, svo sem járns,
kalsíum o. fl. — Leir myndast af grjóti við aðgerðir
lofts og r.aka, en af leir, sandi og rotnun lífrænna efna
er allur jarðvegur og mold gert. Vinna ýmsir þar að,
en einkum eru það jurtirnar, ormar, loft, vatn, og sýr-
ur o. fl., sem þeim breytingum valda.
Tin er hvítleitur málmur, teygjanlegur vel. Það þol-
ir vel áhrif loftsins, og er því notað til að húða með
. ýmsa hluti og áhöld t. d. eirílát til þess að verjast eitri
þess (eirgrænu eða spanskgrænu), og járnáhöld til þess
að verja þau ryði. Tin er einnig valtað í næfurþunn
blöð, tinblöðf eða silfurpappír, og notað til umbúða um
hluti, sem loft má ekki komast að, eins og ýmislegt
sælgæti, eða sem rykul ilmefni eru í eins og tóbak o. fl.
Zink er fremur stökkur, gljáandi málmur, bláhvítur
að lit. Vanalega sýnist okkur þó zink grátt, gljálaust
efni, en það stafar af því að zinkið hefir sameinast
ildi, vatnsgufu og kolsýru loftsins og myndað þunna
húð af þessu sámbandi utan um sig. Þegar þessi húð
er komin á, þótt hún sje aðeins örþunn, kemst loftið
ekki í gegnum hana og að járninu, sem undir er. Það
getur því varist þar óskemt, á meðan húðin strýkst
ekki af við hnjask eða núning. Vegna þess eiginleika
er zinkið mikið notað sem ryðvörn til að húða járn.
Er húðunin vanalega gerð þannig, að járninu er dyiið