Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 102
100
Hlín
hjallar, því miður, enda er þá eðlilegast, veðurlagsins
vegna, að nota sem mest ullarfatnað.
Það er sparnaður að nota lakari fötin í illviðri og
í slarkferðir, enginn tekur til þess, þó menn sjeu þá
ekki prúðbúnir, enda algerlega óviðeigandi og smekk-
laust. — í skammdeginu slíta margir út þeim fötum,
sem ekki þættu frambærileg á björtum vordegi.
Þá er það sparnaður að riota íslenska þjóðbúninginn.
Útlendingar öfunda okkur, íslensku konurnar, af bún-
ingnum, ekki einungis af því að hann sje fallegur,
heldur og ekki síður vegna þess, að hann er ódýrari,
þegar öllu er á botnin hvolft. — En svo er að sjá, sem
margar íslenskar konur meti hann ekki mikils nú orð-
ið, verkin sýna merkin. — fslenskir kvenkennarar
ættu, að mjer finst, að ganga á undan með góðu eftir-
dæmi, að viðhalda okkar fagra, íslenska' þjóðbúningi.
Það tjáir ekki að tala fyrir því máli, ef maður gengur
ekki sjálfur á undan.
Karlmennirnir eiga, að sögn, mikla sök á því, hve
margar íslenskar konur leggja niður þjóðbúninginn.
Þeir níða hann niður í áheyrn kvenfólksins, en það
ktandast konurnar ekki, sem varla er von. Þó hæfir
þjóðbúningurinn best íslenskum konum og fer þeim
flestum ljómandi vel. Margir þakka honum það, að ís-
lenskar konur bera sig vel og hafa kvenlega og fallega ^
framgöngu. — Ættum við ekki að vera stoltar af bún-
ingnum okkar, bera hann hvað sem hver segir, og láta
engum líðast að níða hann niður?
Þetta getur nú alt verið gott og blessað, sem sagt
hefir verið um klæðnaðinn og sparnaðinn, en nú er
svo komið, að fjöldinn allur af landsfólkinu vill ekki
eiga fötin sín lengi. Það verður leitt á þeim, og kærir
sig því ekki um að kaupa gott efni, fara vel með, gera
við eða nýta vel út, en gengur í öllu jafnt, það þykir nú
kurteisi. — Ef maður færi að spara fötin, væru þau