Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 71
Hlín
i
69
góðum vexti. Þar sem búið var að setja niður í mat-
jurtagarða, voru sumir smátækir með reit handa kál-
plöntunum, og af þeim ástæðum f jekst^ ekki fullkomin
reynsla fyrir ræktunarskilyrðum.
Tilætlunin var að jeg færi þriðju ferðina sem eftir-
litsferð, er nokkuð liði á sumarið, en sú ferð fórst að
nokkru leyti fyrir af ýmsum ástæðum. Kom jeg þó á
nokkra staði, en varð víðast fyrir vonbrigðum. Hafði
eitt og annað orðið þessum fósturbörnum mínum að
fjörtjóni.
Þriðju aðalumferðina fór jeg þó í haust til að leið-
beina við matreiðslu á þeim matjurtum, sem höfðu
vaxið vel. — Voru 3—4 dagar ætlaðir hverjum hreppi.
Þessi smánámskeið voru vel sótt, alls voru á þeim milli
60 og 70 konur og stúlkur, sem komu til að kynnast
þessari nýju matreiðslu. — Stóðu námskeiðin yfir all-
an september. Var aðallega matreitt grænmeti, þó of-
urlítið notað fiskur og kjöt með. Var maturinn furðu
vinsæll, svo óvant sem íslenskt sveitafólk er kálmeti.
Var ekkert notað af aðkeyptum matjurtum nema lauk-
ur lítilsháttar. -— Hvítkál og blómkál náði víðast á-
gætum vexti, sömuleiðis sykurertur. Gulrætur urðu
stærstar í Laugarási í Biskupstungum.
Yfii'leitt virðast mjer ræktunarskilyrðin mjög góð
á svæðinu, hef góða von um að áhugi glæðist og fólk
læri brátt að hagnýta sjer matjurtirnar meira en
hingað til hefir tíðkast meðal vor.
Laugarvatni í nóvember 1928.
A ðalbjörg Haraldsdóttir
frá Einarsstöðum.
Þessar skýrslur, sem hjer birtast, eru frá þeim
tveimur garðyrkjukonum, sem nefndin sendi út vorið
1928. Tilhögun var hin sama og áður, að ýms fjelög,