Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 53
51
Hlín
íslendingar hafa frá alda öðli verið miklir ióskaparmenn.
Tóskapur hefur verið atvinnuvegur landsmanna frá landnámstíð,
aðalútflutningurinn einmitt tóvara, vefnaður, alt fram á 19.
öld, prjónles þektist ekki lengi frameftir öldum. — Verðgildi
peninga metið eftir álnum vaðmáls í margar aldir. — Að
Ifkindum hefur það verið alsiða, að konur væfu, bendir til
þess, meðal annars, frásögn Njálu: Fyrirburðurinn úm Brjáns-
bardaga:
»Hann gekk til dyngjunnar. Hann sá inn í glugg einn er
á var, ok sá at þar váru konur inni ok höfðu færðan upp
vef. Mannahöfuð váru fyrir kljána, enn þarmar ór mönnum
fytir viftu og garn, sverð var fyrir skeið, enn ör fyrir hræl.«
Mun sá siður, að konur væfu, hafa haldist fram eftir öld-
um, þangað til verksmiðjurnar komu til sögunnar. Með »Inn-
rjettingum* Skúla fógeta og síðar Jóni »vefara« á Austurlandi,
fór karlmannavefnaður að breiðast út hjer.
Tósllapurinn var alt framundir vora daga mjög sein-
leg vinna. Halasnældan, sem kölluð var »rokkur« í
fornöld, var notuð fram á daga Skúla fógeta, hann
flutti inn dönsku rokkana, þeir voru mjög lengi að
ryðja sér til rúms. Alt fram á okkar daga var a. m. k.
tvinnað á snældu. Snældúnni fylgdi lyppan, sem var
dregin fram úr kömbunum. Kambarnir, sem getið er
um í fornsögum vorum, eru að líkindum togkambarnir
svonefndu, sem enn eru notaðir við vandaða togvinnu
(mynd af þeim birtist í Hlín, 12. árg., 8. mynd).
Þótt það vandaðasta til klæðnaðar og híbýlabúnaðar
hafi fram eftir öldum verið innflutt hjer á landi, þá ar
ekki ástæða til að efast um, að milcið hefur verið ofið
af skrautvefnaði í landinu sjálfu. Þær skrautvefnaðar-
gerðir, sem geymst hafa fram á þennan dag eru: flos,
glit, salon, krossvefnaður og brekánsvefnaður.
Þótt við eigum ekki og megum ekki tileinka okkur
að hafa fimdið upp eða frumsamið þann vefnað, hann-
4'