Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 83
Hlín
81
undar vorir, að fornu og nýju, hafa verð bændur. —
í þessu efni ætla jeg, að íslendingar gætu verið fyrir-
mynd, er aðrar þjóðir gætu lært af. Því trúlegt þykir
mjer, að íslenskt þjóðaruppeldi sje að þessu leyti eins-
dæmi í sögunni. Nú mun e. t. v. einhverjum sýnast
svo, sem þetta komi heimilisiðnaði lítið við. Jú, það
kemur einmitt honum við, því heimilisiðnaður ei~ lang-
stærsti þátturinn í allri handavinnu þjóðarinnar fram
á vora daga, því hann hefur hjer að mestu líka komið
í stað handiðnaðar. Hann hefur átt mikinn þátt í upþ-
eldi æskulýðsins í landinu, og ef hann skyldi leggjast
niður, eru íslensk sveitabörn þar með rænd uppeldis-
áhrifum, sem líkamleg störf, og þá líka heimilisiðnað-
ur, geta ein veitt. í stað handlægni, vinnugleði, skap-
andi ímyndunarafls, iðjusemi og nægjusemi og síðast
en ekki síst námfýsi, sem oft var ávöxtur hins gamla,
íslenska uppeldis, hefur of víða komið á síðustu árum
iðjuleysi, hugsunarlaust hringl, lexíulærdómur, og þar
af leiðandi andleg deyfð og leti.
Uppeldi og fræðsla alls almennings a* islandi, fram
að síðustu aldamótum, var aðallega í því fólgið að
vinna margþætt dagleg störf, úti, undir áhrifum mis-
lyndrar en stórfeldrar náttúru, inni, í fábrotnum og
fátæklegum húsakynnum, en með óminn af sögu þjóð-
arinnar fyrir eyrunum í söng eða sögu.
Skólaiðnaðurinn (Slöjd) er viðurkenningin um
nauðsyn vinnunnar til hjálpar andlegum þroska. Það
er líka farið að kenna »Slöjd« í skólum hjer. En má
ekki eins kenna íslenskan heimilisiðnað í skólunum?
Mjer hefur altaf fundist þessi skólaiðnaður eitthvað
utangátta við lífið. Enda er markmið hans annað en
heimilisiðnaðarins. Hann er líka að því leyti óskyldur
heimilisiðnaði, að hann er allstaðar eins, sömu fyrir-
myndirnar eru notaðar víða. Hann getur því aldrei
6