Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 60
58
Hlín
hefur lagt við útlendar ísaumsgerðir af öllu tsei, þá
yrði þess ekki langt að bíða, að vefnaðurinn íslenski
yrði þjóðarprýði eins og hann áður var.
4 H- B■
Brot úr ársskýrslu
formanns Heimilisiðnaðarfjelags fslands.
. . . Formaður fór á sýningu þá, er haldin var í Björgvin
sumarið 1928. Paðan fór hún til Óslóar, dvaldi í bænum
og grendinni um þrjár vikur og kynti sjer eftir föngum norska
heimilisiðnaðinn og útsölu hans. Pann tíma sem hún dvaldi
í Oslo notaði hún aðallega til að kynna sjer Heimilisiðnaðar-
útsöluna í Oslo. Greiddi það mjög götu hennar þar, að
Guiliksen, framkvæmdarstjóri, sýndi henni þá mestu velvild
og sagði henni heimilt að fá allar upplýsingar, er hún óskaði,
hjá starfsfólkinu, var það til hins mesta gagrís. Hið norska
heimilisiðnaðarfjélag lætur vinna nær því alt það, er það hefur
til útsölu úr efni, sem það leggur til sjálft, en borgar ákveðið
verð fyrir að vinna hlutina, borgar t. d. vist á metrann að
vefa o. s. frv. En því leggur það alt efni til sjálft, að annars
fæst ekki samræmi í það, sem selt er, og aðalstyrkur og með-
mæli alls heimilisiðnaðar er það, að efnið í honum sé gott
og vinnan í besta lagi; í höndunum borgar sig ekki að vinna
úr vondu efni.
Frá Oslo fór formaður til Stokkhólms, og svo norður í
Dalina, og heimsótti þar meðal annars sænskan verkfræðing,
sem hefir reist sér nýbýli, og hefir um 100 fjár. Hann ræktar
fjeð aðallega vegna ullarinnar, og er ullin á þessum kindum
hans mjög Iík og á ullargóðu íslensku fjé. Hann lætur svo
vinna alla sína ull í vjelum, en frúin litar bandið með Ijóm-
andi haldgóðum litum, og er mikið sóst eftir þessu bandi til
útvefnaðar, og er sagt að þau geti ekki líkt því fullnægt eftir-
spurninni.
Þaðan fór formaður til Mora og var þar þá litunarnámskeið