Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 57
Hlín
55
Bið jeg þú lærir
bestu hannyrðir,
1 sem auðareik
ætti að kunna,
sitja í sessi '
með silfurbjarta nál
• í kvistu góma,
og brota allan saum
Falda fannhvítt lín,
föt að skera,
kraga að krúsa,
koma hadd í lag,
semja söðulþing,
sessu, áklæði,
bbrða að vefa,
og bönd spjöldum.
. Því er það bæn mín til unga fólksins í landinu, að
það læri nú þegar sem flest af fágætum vinnubrögð-
um gamla fólksins, svo þau týnist ekki og deyi út. Þó
það sé ekki nema að læsa þráðarlegg, bregða gjörð,
vinda hrosshárshnotu, slingja leppa, sauma hnappa,
kríla, stíma, stinga tauma o. s. frv.
Menn hafa alment metið lítils hina íslensku list.
Vefnaður, útsaumur, útskurður og málmsmíði hefur í
hundraða og þúsundatali verið selt úr landi, oft fyrir
lítið sem ekkert verð, sem sýnir, hve lítils menn meta
það, að vísu oft á erlend söfn, svo gripirnir eru ekki
alveg týndir, þó þeir sjeu okkur tapaðir, en margt er
líka tvístrað til einstaklinga um víða veröld, margt
brunnið, fúið, slitið, músjetið, því hefur verið lítill
sómi sýndur. — Mestur skaðinn er, að uppdrættirnir
eru um leið glataðir. Fjölbreytnin var 'svo mikil, varla
nokkrar tvær rúmfjalir eins, eða áklæði. Það er líka
eðlilegt, því það er sannaulegt, að vefnaðarkonur not-
uðu ekki, seint á 19. öld, nokkurn uppdrátt til fyrir-
myndar, ófu í hvert sinn, svo sem andinn inngaf þeim.
— Listfengi og skapandi ímyndunarafl hefur fslend-
Orskurjð allan vef
með írskum saum,
úrrak og flest flúr
við fald að leggja,
Tjöld ljósum lit
löng að prýða
með furðu fárámleg
farfa skifti;
krosssaum og pells,
kasta í þjettan tvist,
augna- og refilsaum,
einnig sprang og glit
alt ullarverk
og prjónalist,
línhærðan lagð
lita á margan hátt.