Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 139
Hlín
137
ofan í brætt zink, sest þá þunt zinklag utan á járnið.
Það járn er kallað zinkvarið eða »galvaniserað« járn.
Seinna (útl.) heitið er komið af því, að fyrst var þessi
húðun gerð með rafurmagnsstraum (galvanstraum).
Nú er sá straumur einkum notur til að húða með silfri,
eir og öðrum málmum ýmsa hluti gerða úr.járni eða
öðru ódýru efni, en fegraðir á þennan hátt. (Þessir
hlutir kallast á dönsku »Plet«, en heita málmfáðir á
íslensku).
< '. - /
Fáein orð um meðferð bóka.
Það er svo víða ábótavant um meðferð bóka, að ef
jeg gæti með þessum linum vakið hjá stöku manni
hlýrri hug til þeirra, þá væri tilgangi mínum náð, því
þá mundu þeir síður fleygja þeim hvar sem fyrir kem~
ur innan um ýmislegt skran, eða þar sem óvita börn
hafa greiðan aðgang að þeim.
Það er fátt sem mjer fellur ver að horfa á þegjandi
en það, hvernig sumt fólk fer með bækur, mjer finst
sem þær væru einhverskonar lifandi verur, sem jeg
hef meðlíðan með, ef jeg sje þeim misþyrmt. Þær hafa
verið mjer svo.dýrmætar á lífsleiðinni, þær hafa stytt
mjer margar leiðindastundir og kent mjer svo margt,-
sem til gagns og gleði horfir, bæði fyrir mig og aðra,
og verð jeg að nefha nokkur dæmi þessu til sönnunar:
Þegar jeg eignaðist fyrstu ljósmyndavjelina, kunni jeg
lítið með hana að fara; þá náði jeg í danska ljósmynda-
fræði, en kunni ekkert í því máli, svo jeg varð að fá
mjer^orðabók Jónasar Jónassonar, og varð þetta til
/
I