Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 141
Hlín
139
svo föst í huga mínum, að hún kemur altaf jafn-skýr
fram í hvert sinn, sem jeg sje illa meðfarnar bækur.
Hvernig stendur nú á þessu? Jeg veit það er ekki
illvilji eða ásetningur að skemma bækur, jeg held það
sje fremur einhver værð, eða hugsunarleysi, leti mun
tæplega hægt að kalla það, því ekki sýnist mikið erfiði
í að koma bók á afvikinn stað, þar sem vel fer um hana
og óvita börn ná ekki til hennar. Margir hafa þann,
sið að brjóta hverja óbundna bók á bak aftur og lesa
hana þannig úthverfa, við það losnar hún fljótt úr
kápunni og blöðunum verður hættara við að rifna og
týnast. En oft er fljótvirkasta skemdin þetta: Bókin
er lögð á borðið eða í rúmið, þegar hætt er að lesa, og
gleymist þar svo um tíma, eitthvert barnið finnur
hana, það hefir löngun til að skoða þetta, sem fullorðna
fólkið virðist hafa svo mikla ánægju af að horfa á
tímunum saman, það fer að fletta henni, og fyrir ein-
hver mistök rifnar upp í eitt blaðið, barnið kippist við
og horfir undrandi á bókina, það hafði kurrað svo
skrítilega í blaðinu og bókin breytti útliti, þarna var
verkefni, sem gaman var að! Og svo fer barnið með
mesta áhuga að reyna fleiri blöð, þangað til einhver
fullorðinn verður var við og þrífur bókina, en barnið
grætur af vonbrigðum og stundum af sársauka undan
höggi og hörðum orðum, sem það átti ekki skilið, held-
ur sá, sem hirti ekFi um að ganga betur frá bókinni.
Svo hefi jeg ekki fleiri orð um þetta, en óska aðeins,
að þeim sem þesar línur lesa eða heyra, detti í hug
eitthvað af því sem jeg hefi nú sagt, í hvert sinn sem
þeir leggja frá sjer bók eða sjá hana liggja í óhirðu,
ög er það þá von mín, að þeir láti sjer ekki draga að
koma bókinni á óhultan stað.
Bárður Sigurðsson.
Höfða.