Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 117
Hlín
115
magnann. Hví skyldi það ekki þykja svo enn? En lítil-
magna getum við kallað alla þá, sem eru minni máttar
en við sjálf, eða þurfa skjóls að leita undir okkar
vernd.
Gegningar, eða hirðing búpenings að vetrinum, er
göfugt starf. Fjósamenn og fjármenn fara snemma á
fætur á morgnana út í kuldann, já, oft út í grimdar-
frostbylji, til þess að vitja um málleysingjana í hús-
unum. En þeir kveinka sjer ekki. Samúðin knýr þá á-
fram, og frostbylurinn herðir þá og stælir. Þeir finna
hjá sjer þrótt, sem þeir ekki þektu áður. Það vaknar
hjá þeim hetjulund við að stríða við storminn, og þeim
hlýnar um hjartaræturnar við þá hugsun að leggja á
sig erfiði umkomuleysingjunum til góðs. — Svona er
sveitalífið. Það er hin besta uppeldisstofnun þjóðanna,
og bændurnir bera sveitamenninguna á herðum sjer,
beinum og þróttmiklum, eða bognum af striti daglega
lífsins. Þjettir á velli og þjettir í lund. Hjá þeim situr
forsjál alvara í öndvegi, landi og lýð til blessunar.
Bóndi er bústólpi, en -bú er landsstólpi.
Ýmsir ykkar kannast við trúarbrögð Persa. Þeir
trúðu því, að guð ljóssins og guð myrkursins ættu í sí-
feldum ófriði, og mönnum bæri að styrkja ljóssins guð
í baráttunni með því að yrkja akra og vinna að jarða-
bótum. Það er einmitt þetta, sem bændurnir gera. Þeir
eru að hjálpa guði, ef svo mætti að orði kveða, vinna
með guði að uppeldi jurta, dýra og manna. Göfugra
starf er ekki til á jörðu hjer. Uppeldi í þess örðs fylstu
merkingu er leiðin að takmarki lífsins. Það er einmitt
starfið, sem guð hefir ætláð okkur öllum, einum og
sjerhverjum að gera — að hjálpa sjer — aðstoða sig
í því að uppala lífið á jörðu til æ meira gildis: jurtir
og trje, máleysingja og menn. Og hverjir sjá það betur
en bændumir að »morar af lífi hver moldarrein«, —
morar af lífi, sem hjálpar þarf til uppeldis.
8*