Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 75
Hlín
78
rætt hvert stefnir í heimilisiðnaði vorum, þó jeg þyk-
ist vita, að sýningarnar gefi ekki alveg rjetta mynd af
honum. T. d. má geta þess, að ekki mun nærri því
eins mikið ofið og sýningarnar virðast benda til, því
alt að því helmingur þess vefnaðar, er á sýningunum
var, er námsskeiðsvinna. Véfnaðartalan er 'því of há.
En þó sýningarnar gefi ekki alveg rjetta mynd, sýna
þær glögt, að helsta breytingin, sem orðið hefur á
heimilisiðnaðinum á síðustu áratugum er sú, að hlut-
föllin milli prjónaskapar og vefnaðar hafa brevtst til
stórra muna, þannig, -að prjónles hefur aukist, en
vefnaður minkað. Þá virðast sýningarnar og leiða
berlega í ljós, að heimilisiðnaður karla er að hverfa
úr sögunni. Þó hygg jeg, að sýningarnar gefi ekki alls
kostar rjetta mynd á því sviði. Reipi og reiðingar
mun enn gert á heimilunum, svo og amboð, en aðrar
heimiljssmíðar eru sepi óðast að leggjast niður. Það
virðist ekki lengur álitið nauðsynlegt að ungir menn
sjeu búhagir. — Engum, sem hugsar um þetta mál,
getur blandast hugur um, að hjer er stefnt í öfu'ga
átt. Hjer er verið að leggja niður einmitt þær greinar
heimilisiðnaðar, sem hafa ekki aðeins mest hagrænt
gildi, heldur og mest menningargildi fyrir heimilin. Á
jeg þó ekki við að prjón sje lítilsvert, en með því get-
um vjer ekki uppfylt þarfir vorar nema til klæðnaðar,
og þó ekki að öllu leyti. Jöfnum höndum að minsta
kosti þarf að leggja stund á vefnað og prjón, ef vel á
að vera, en eðlilegast væri, að vefnaður væri sú grein
heimilisiðnaðar, næst smíðum, sem mest væri unnið
að, og ekki síður til híbýlabúnaðar en klæða. Mun svo
hafa verið fram að síðustu aldamótum. Er syo enn í
nágrannalöndum vorum, Noregi og Svíþjóð. Ástæð-
lirnar til þess, að vefnaður hefur lagst niður eru
margar. Hygg jeg miklu hafa valdið hjer á Austur-
landi, áð laust fyrir aldamótin síðustu fóru norskar