Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 155
HUn
153
ert verði af sýningunni í sumar, þá verður af henni
næsta sumar, því svo er búið að hrista fólkið upp af
þessu værðarmóki, sem það héfur lifað við. — Enginn
hjer getur skilið, að nokkurt gagn geti verið að sýn-
ingum, engin manneskja hjer, hefur nokkru sinni sjeð
sýningu, svo hjer er ekki á miklu von.
Úr Meðallandi, Vestur-Ska/ftafellssýslu er skrifað: —
Jeg get ekki stilt mig um að segja yður nokkuð frá
heimilisiðnaðinum í minni afskektu sveit, Meðalland-
inu, sem er innilukt jökulvötnum og liggur fyrir sunn-
an Eldhraunið mikla, sem rann 1783.
»Hlín« er hjer all útbreidd, og er heimilisiðnaðurinn
farinn að aukast miþið hin síðari árin, en ekk get jeg
sagt fullum stöfum að það sje »Hlín« að þakka, en efa-
laust á hún nokkurn þátt í því. — Áhugi manna er
einkum að vaxa um að Ijetta vinnuna með vjelum.
Prjónavjelar eru nú hjer í sveitinni sex, eftir því sem
jeg til veit, 3 sokkavjelar og 3 stórar. Hafa þær allar
komið síðan 1921, og má það gott heita. — Tvær
spunavjelar eru í sveitinni, önnur er á Söndum, hjá
Páli Pálssyni, sem sonur hans smíðaði á sl. vetri, en
hina á Ólafur Ingimundarson í Nýjabæ og er hún
smíðuð eftir Eirík Björnsson í Svínadal. Sandavjelin
er 25 þráða, en 14 þráða í Nýjabæ — Við höfum
spunnið allmikið, einkum vefjarefni o. fl. fyrir aðra,
og alt fyrir heimilið. Spuninn reynist ágætlega, nema
hvað lyppan er misjöfn.
Vefstóll er hjer til, og svo líklega einn eða tveir aðr-
ir í sveitinni (allir með gamla laginu). Árlega er ofið
talsvert, einkuni í utanyfirfatnað karla, svo og í kjóla.
Það er einnig að fara í vöxt með vefina.
Saumanámsskeið eru árlega haldin í Vík í Mýrdal,
og hafa ^llmargir farið á þau hjeðan úr Meðallandi,
líklega einar 10 stúlkur, 1. ó.