Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 130
128
HUn
vort eins og hálfvegis afhrak annara — eða með væg-
ari orðum: líta á eignir þess og ásýnd eins og hálf-
brjóstumkennanlegan vesaldóm, sem varla verði við-
bjargað.
»Ættjörðin kæra, hve ógn er að sjá þig, öll ertu kal-
in og nakin og ber«.
Mælikvarði vor á gæðunum er í þessu efni sá, að
það, sem önnur lönd hafa, en eigi vort, sje mikils virði;
það, sem vort land hefir, en eigi hin, lítilsvirði. Svo
þegar vjer viljum manna oss upp úr þessum vesaldómi,
þá er eins og sjálfsagt að það sje í öllu á erlenda vísu.
Að sumu leyti erum vjer því eigi vaxnir, að líkja að
öllu eftir öðrum þjóðum, að sumu leyti brjótum vjer
með því lög náttúrunnar, og enn er það, að smekkur
vor allur verður erlendur — eða hvergi lendur. Og öll
svona löguð eftiröpun verður oss til tjóns og háðungar.
Jeg sagði áðan, að við þyrftum að fá fyrirmyndir
hjá öðrum þjóðum. Sú umsögn má éigi misskiljast. Oss
er eigi þarft nje til sæmdar að taka inn í land vort
varning til þeirra hluta, sem hægt er að bæta úr heima
fyrir, og oft með miklu betri samsvörun. En oss er
nauðsynlegt að líkjast þeim, sem lengra eru komnir í
framtakssemi, hagsýni og ráðdeild og nota vinnuað-
ferðir þeirra og vinnutæki að svo miklu leyti, sem hjer
á við, en finna sjálfir upp það, sem sjerstakt þarf fyr-
ir landsháttu vora, eins og hver þjóð hefir gert fyrir
sitt land. — Vinna landi voru og úr landi voru þau
aflaföng sem vjer þörfnumst; — það sje aðalgrund-
völlur hugsjóna vorra og starfa, gleði vorrar og gæfu-
nautnar (að svo miklu leyti sem þær taka til þess jarð-
neska). Þá elskum vjer móðurland vort; þá smakkast
oss vel ávextir þess og gjafir, og þá mun himnafaðir-
inn »Guð vors lands« blessa oss þær.
S. G.