Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 64
62
mín
hvetja þau til að vanda sig og keppast við, sýna þeira sínar
* fyrirmyndir, ef hann á þær einhverjar, o. s. frv. — Alt er
eiginlega undir kennaranum komið, hvort hann hefur áhuga
og skilning á starfinu, hefur lag á að vekja ábyrgðartilfinningu
aðstandenda fyrir þessum vinnubrögðum o. s. frv. — Ef það
tekst, þá þori jeg að fullyrða, að sýningar barnanna í sveit-
unum verða ekki lakari en í bæjunum, þær verða fjölbreyttari,
margt hægt að taka þar með, sem ómögulegt er að gera við
takmarkaðan tíma og húsrúm í skólum, eins og t. d. tóskap
og smíðar. — Þessar smásýningar barnanna á vorin yrðu
óskabarn sveitanna. Þær eru verk heimilanna. Með þessu
móti, að uppala börnin heima til heimaiðju, fáum við góða
heimilisiðnaðarmenn og konur.
Þetta fyrirkomulag má lögbjóða hvenær sem er, það kostar
ekkert — nema það, að kennarinn sje starfi sínu vaxinn.
Halldóra Bjarnadóttir.
Hærur.*
Þegar maður spann þráð í hærur, hafði maður hann úr
því efni, sem ekki þótti nothæft í annað betra, hann var
hafður grófur og tvinnaður. ívafið var úr búkhári af kálfum,
en' ull saman við, annars var svo vont að spinna það. Pá var
voðin sett upp í vefstól- og ofin. Þegar það var búið, mældi
maður voðina niður í 6—-8 álna langa parta, eftir því hvort
maður ætlaði að hafa hæruna langa eða stutta.
Það er hentugra að hafa þær mismunandi langar, því ekki
eru öll sætin jafnstór hjá heyskaparfólkinu. Hærurnar eru
saumaðar saman í miðju og faldaðar til beggja enda, snúrað-
ar að utan með lóðalínu, og snærislykkjur hafðar í öllum
hornum. (Stundum spann maður hrosshár gróft og notaði
það í staðinn fyrir snæri). Síðan voru höggnir til kindaleggir
með snærum í endunum og fest upp í lykkjurnar í hæruend-
* Hærur eru mikið notaðar í Vesturlandi, en ættu að vera til á
hverju heimili um land alt.