Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 135
Hlín
133
sanns vegar mætti nú færa þau tilmæli, sem fram
kynnu að koma, sem sje þau, að gefandinn verði
nokkru af sínum veraldarauð, til þess að afla sjer
þeirra verðmæta er þiggjandann prýða. Þá væri og
þeim ásteytingarsteini rutt úr vegi beggja, sem oft er
Þrándur í götu, að »leið er þeim laun, er þiggur«, þegar
til langframa lætur. — Má vera, að þetta sje gert. En
einatt ber þó meira á hinu, að hinum þjetta leir er
ætlað að hilma yfir skort þeirra verðmæta er hjá Guði
gilda. Og Mammóni er ætlað að vera spennifjöðrin,
er af sjálfsdáðum og menningarlaust hossi mönnum í
öndvegi æðstu gæða. Að minsta kosti gætir þess of oft
í þjóðlífi voru, að átakalítið ætli menn sjer að komast
áleiðis að andlegum Edensgarði. — Nei, til þess þarf
meira en nokkrar peningagjafir, þótt góðar sjeu, og
jeg bið engan að smá.
— Jeg óska kvenfjelögum þessa lands allra heilla og
vona, að þau éigi enn margar góðar gjafir ógefnar.
Gildi þeirra fer eftir þeim gjöfum, er þau gefa sjálf-
um sjer, þ. e. hve vel þau auðga fjelaga sína að verð-
mætum, sönnum kvenkostum, sem hvórki »mölur nje
ryð« fá grahdað. — Auðgist þau að þrótti, metnaði,
góðgerðuin, en um fram alt að skapandi, andlegum fyr-
irmyndum. Kostir bestu kvenna, lífs og liðinna, orka
hjer mestu. — Veitið þeim út yfir þjóðlífið, það er
framtíðarverkefni yðar.
Hollvinur.
i