Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 26
24
Hlín
um, sem vjer einir notum, má þar til nefna ýmsar
fiskitegundir, svo sem hrognkelsi, steinbít, hákarl,
hval og skötu, ennfremur ýmsan tilbúinn mat, svo sem
slátur, skyr, flautir, kæfu, bræðing o. fl. Af þessum
skrám, hvort heldur næringarefna- eða fjörefnaskrám,
má margt læra, og vil jeg aðeins benda á fáein atriði.
Næringarefnaskráin sýnir, að mjólkin er hin eina
fæðutegund, sem hefir öll þau efni, sem líkaminn
þarfnast í hæfilegum hlutfölhim, og fjörefnaskráin
sýnir, að liún hefir einnig öll þrjú efnin í sömu hlut-
föllum. Það er því augljóst, að mjólkin er hin heilnæm-
asta og besta fæða sem tiher. Jeg hefi það eftir Hoo-
ver, sem nú er forseti Bandaríkjanna, en var um tíma
matarvörður Norðurálfunnar, að mjólkurframleiðslan
megi ekki vera minni í landinu en 1 lítri á hvert
mannsbarn á dag. — Dr. König segir: »Mjólkin er
þýðingarmesta fæðutegundin, ekki aðeins fyrir ung-
börn, heldur menn á öllum aldri. Mjólkurneytslan ætti
að vera að minsta kosti y4—/3 litri af nýmjólk á dag,
20—30 grm. af smjöri og 8—15 grm. af osti, að meðal-
tali á mann«. — Til þess að fullnægja þessari kröfu,
þarf mjólkurframleiðslan að vera 1% lítri á dag á
mann. Hann er þetta kröfuharðari en Hoover.
, Ef hjer á landi eru 100 þúsund manns, þarf um 23
þúsund fullmjólka kýr, sem hver mjólki 2000 lítra á
ári, til að fullnægja þessari þörf. Hjer munu vera um
18 þúsund kýr, svo ekki er vanþörf á að auka kúafjöld-
ann. Auðvitað er vel hægt að hafa fæðið ennþá mjólk-
urríkara, eins og tíðkaðist í sveitum fyr meir, og víða
tíðkast enn, væri mikils um vert að fá fulla rannsókn
á þessu atriði og yfirleitt allri meðferð á mjólk, sem
enn býr að eldri tilhögun, og að því leyti vantar vís-
indalegan grundvöll. — Benda má á, að hyggilegra
mun vera að nota mjólkina sem útálát á grauta, en að
elda úr henni mat, enda var þetta aðalvenjan í sveit-