Rökkur - 01.06.1952, Page 4
52
R ÖKKUR
það var fagurt útsýni þaðan, sem Sir Robert sat, því að hús
hans stóð hátt, en í hlíðinni niður að sjónum voru grænar ekr-
ur. Sir Robert horfði stöðugt með ákefð í hatursfullum augum
til vesturs, en þar gnæfði við himin í rúmlega 20 kílómetra fjar-
lægð, bygging mikil, fornlegir veggir og turnar. Húsið nefnd-
ist „Wryborne Feveril“ og var jarlssetur og dvaldist jarlinn
þar um þessar mundir.
Sir Róbert dró höndina úr barmi sér og horfði á stúfinn,
en jafnan er hann gerði það ólgaði og sauð heiftin í honum,
og á stundum varð hann gripinn örvæntingu. Nú spratt hann
á fætur og í heift sinni skók hann silkivafinn stúfinn í áttina
til Wrybourne Feveril, og ýmist beit á varir sér eða gnísti
tönnum af heift, og svo rann af vörum hans slíkur straumur
furmælingarorða, að fölleitur, hávaxinn herramaður, sem nálg-
aðist á göngu sinni upp garðbrekkuna, brosti meinlega, og
hvarf glottið ekki af vörum hans, fyrr en Sir Róbert þagnaði.
Auðséð var, að manninum hafði verið skemmt þótt hann vildi
ekki láta á því bera um of í návist Sir Roberts. Gekk hann
nú hljóðlega að glugganum og er að honum kom hallaði hann
sér inn á gluggakistuna og sagði í léttum tón:
„Þetta er meiri blessuð blíðan, Sir Robert. Eg vona, að þér
getið notið hennar sem bezt.“
Sir Róbert svaraði engu, en ygldi sig og horfði rannsakandi
augum á komumann. Loks var sem hann hefði orðið þess var,
að á bak við hin meinleysislegu orð komumanns væri einhver
duld meining, og hann kreppti hnefa heilu handarinnar og
sagði:
„Aha, Twily, farið í heitasta — markgreifi! Er það sem
mér sýnist, að þér séuð að hæðast að mér, en leynið því með
falsmælgi og brosi?“
„Hæðast að vður,“ svaraði Twily markgreifi og mælti hægt
með áherziu: „Nei, nei, Sir Robert, hvernig gæti mér dottið
slíkt í hug? Brosi eg — þá brosi eg með yður, ekki að yður.
Nei, nei, látið yður ekki detta neitt slíkt í hug, —■ sé eg eitt-
hvað glaðklakkalegur undir niðri er það vegna þess, að mér
befir heppnazt —“
„Fíflið hann Ralph hefir þá fallizt á að selja. Þér hafið náð
eignarhaldi á —?“
„Hægan, hægan, ekki algerlega, en svo má það heita —“
„Tók hann við fé mínu? Hafið þér fengið kvittun og af-
sal —?“