Rökkur - 01.06.1952, Side 326
374
RÖKKUR
„Þú gerir úlfalda úr mýflugu. Þér ætti að vera ljóst orðið
hverjar hvatir mínar voru: Eg hafði velferð þína í huga.“
„Og notaðir þér, að eg treysti þér, til þess að svíkja vini mína.
Þú hefir gert mig að þeirri, sem varð svikari þeirra. Þegar eg
var í Fuggesbroke sögðu þau næstum hreinlega, að eg hefði
svikið þau og eg neitaði, því að eg helt, að Harman væri valdur
að — eða Robert Douce. Mér gat ekki dottið í hug — hvemig
átti eg að geta látið mér detta í hug, að eg gæti ekki treyst þér?
Hvernig átti eg að vita, að þú værir fjandmaður minn?“
„Katrín, eg er ekki fjandmaður þinn.“
Hann var einnig staðinn á fætur og gekk nú til hennar, þar
sem hún stóð skjálfandi og grátandi.
„Kata, þú skilur mig ekki. Eg gerði þetta af einni ástæðu að
eins. Eg elska þig.“
Hún starði á hann eins og tröll á heiðríkju.
„Já, eg elska þig. Eg hefi elskað þig í tíu ár að minnsta kosti.
Þegar eg vissi, að þú varst í hættu stödd, varð eg að koma í veg
fyrir það. Eg gat það með því einu móti, að það bitnaði á vin-
um þínum, svo að eg sagði fógetanum, að prests væri von í
Fuggesbroke á mánudagskvöld .... eg var skelfingu lostinn af
tilhugsuninni um, að þeir kæmu of seint eftir honum og fyndu
þig þar. Þess vegna sagði eg, að hann mundi vera þar aðeins
nokkrar klukkustundir — og verða farinn þaðan um miðnætti.
Eg hrósa ekki sigri yfir töku hans. Hið eina, sem máli skipti,
fyrir mig, var það, að þeir tækju þig ekki.“
Hann hafði gengið svo fram af henni með þessari játningu,
að hún var orðin róleg — og kuldaleg.
„Og með þessari sögu ætlarðu að sanna ást þína.“
„Það, sem eg sagði sannar, að eg hugsaði um þig aðeins.“
„Og eg á kannske að vera þakklát fyrir þessa — þjónustu —
fyrir að gera mig að svikara?“
„Mæl eigi svo beizklega, barn. Hafi eg gert þig að svikara
varstu það óafvitandi, og enginn maður með fullu viti mundi
ásaka þig.“
„Fólk er ekki með fullu viti, þegar það hefir horft á heimili
sitt brennt til ösku og ástvini sína myrta. Enginn í Fuggesbroke
mun nokkurn tíma yrða á mig framar.“
„Það er mér gleðiefni, að vinátta þín og þessa fólks er úr
sögunni. Meðan þú vandir komur þínar þangað gaztu aldrei
verið örugg.“
„Örugg?“