Rökkur - 01.06.1952, Síða 187
235
R Ö K K U R
„Það var eg, sem réð yfir, stjórnaði þessum djöfullegu öfl-
um.“
„Það mætti segja mér það — þölvaður óþokkinn yðar.“
„Já, þér hefðuð mátt vita, að eg myndi reyna að ná til yðar
með þessum hætti.“
Sam horfði rannsakandi augum á manninn, sem þannig
mælti. Augu hans gljáðu og svitinn draup af honum og hver
andlitsdráttur bar sársauka vitni.
„Þessi .... nafnlausu bréf .... voru mitt verk — skrifuð
að undirlagi mínu, til þess að vekja tortryggni milli ykkar
hjónanna — og með tilætluðum árangri að því er virtist."
Sam gnísti tönnum og kreppti hnefa og starði upp í krónur
trjánna, en hann svaraði engu. Það vottaði fyrir hæðni í veikri
rödd fjandmanns hans, sem var aðfram kominn:
„Ætlunin var — að svipta yður lífshamingjunni — í stað
þess að drepa yður.“
Enn svaraði Sam engu.
„Wrybourne — því .... slítið þér .... ekki .... þessi bindi
ai og látið mig deyja, eins og eg .... mundi gert hafa.“
„Af því að mér er fróun í að halda í yður líftórunni — hindra
yður í að koma fram svívirðilegum áformum yðar.“
„Þér hljótið að hata mig af allri sál yðar, Wrybourne?“
sagði hann og það vottaði fyrir sigurhreim í röddinni.
„Nei,“ svaraði Sam, „eg hata yður ekki — þér eruð svo
fyrirlitlegur, að eg tel það ekki virðingu minni samboðið að
hata yður. Ef þér haldið líftórunni, sem þér vafalaust gerið,
því að ekki vantar yðar manntegund lífseigjuna, munuð þér
áfram búa við fyrirlitningu sjálfs yðar og annarra — sviftur
lífshamingju sem fyrrum. Það geta fleiri leikið þann leikinn.
En nú skuluð þér þegja, því að annars getur komist ólag á um-
búnaðinn og þá fer aftur að blæða, og þér munuð drepast,
þrátt fyrir bróðurlega aðhlynningu mína. En hvernig eg á að
koma yður til Wrybourne — en hamingjunni sé lof, þarna
kemur einhver. Hæ! Hó! Einn skógarvarða minna, hæ, hæ, þú
þarna, hingað.“
Kallað var í nokkurri fjarlægð og brátt komu tveir skógar-
þarna, komdu hingað.“
„Hingað, komið hingað,“ kallaði hann.
„Takið hlið af hjörunum og við notum það, sem börur.“
----Eftir nokkra stund var lokið við að búa um Sir Robert
og var hann lagður á hliðið, og báru skógarverðirnir hann