Rökkur - 01.06.1952, Side 368
416
RÖKKUR
að hlýða messu og á leiðinni hitti hún Thomas Harman, og
hann hafði sagt henni, að hermennirnir hefðu brennt þar allt
til ösku og vegið Richard Tuktone — og hún hafði strokið að
heiman dulklædd .... hún var að leita að Simoni. Hann var
í Rómaborg og hún var að leita hans, en hafði týnt hestinum
sínum og peningunum, og pestin .... miserere mei —
hún var á skipi, sem eldtungur léku um stafna milli, „ó, Simon,
Simon.“
„Eg er hér, elsku systir mín. Þekkirðu mig ekki?“
,,.... Simon,“ hann sat við hlið hennar í myrkrinu, og þau
biðu þess, að dagur rynni, — þá ætluðu þau að renna sér niður
af veggnum og strjúka til Leasan, nei, þau voru í Wogenmarye-
skógi, og hann var svo dimmur og trén svo há, að ekki sá til
stjarnanna. „Simon, sérðu engar stjömur. Ó, guð, borg mín,
farðu kristna sál úr heimi þessum, — hvað sagði Richard
Tuktone .... fundum okkar ber saman; í Paradís .... Simon
mundi láta líf sitt á gálganum, nei, nei, í fangelsi, í Krists nafni,
sonar hins lifanda guðs, sem þjáðist fyrir alla menn .... hver
var það, sem lék á gígjuna —• þetta lætur illa í eyrum — móðir,
móðir —“
„Bróðir minn, hversu lengi hefi eg verið veik?“
„Fimm daga.“
„Hversu lengi getur þú verið hjá mér,“
„Meðan þú þarft á mér að halda?“
„Það verður ekki miklu lengur,“ svaraði hún, því að hún
vissi, að dauðastundin var komin.
Altari — það var búið að kveikja á kertunum á altarinu
.... og hún og Simon krupu fyrir framan það .... nú var
ekki dimmt lengur — hún gat séð ljósið — það varð æ bjartara,
það var eins og þegar sólin rís og birtu leggur um himin allan
— introbio ad altare Deo — og hún stóð í þessari
miklu birtu og varir hennar bærðust og yfir þær kom eitt orð
. . t . nafn, nafn Guðs — og birtan hvarf og það varð dimmt,
en enginn ótti greip hana. Hún vissi, að hún þurfti aðeins að
líta upp og hún mundi sjá stjörnubjartan himin — himin
stjarna, sem ekki boðuðu örög manna, heldur voru tákn guðs
miskunnar, svo að hún lokaði augum sínum og sál hennar gaf
sig myrkrinu á vald.
[Endir].