Rökkur - 01.06.1952, Page 76
124
RÖKKUR
um einhversstaðar úti við, því að í húsinu finnst hann ekki,
og hefi eg þó leitað þar hátt og lágt. Eg treysti yður til þess
að hafa upp á honum.“
„Já, lafði mín, eg mun leita og piltar mínir, og sé hann
einhversstaðar finnum við hann, en hvar er húsbóndinn, lá-
varðurinn. Fer hann ekki með yður?“
Hún hristi höfuðið og horfði döpur á svip í áttina til hússins
og mælti:
„Nei, Tom, hann er víst ekki vel frískur.“
„Fari hann og veri,“ dæsti gamli maðurinn reiðilega, „er
hann aftur —?“
-„Uss, Tom,“ sagði hún lágt, „hann er góður inn við beinið
— og það er ekki hans eðli að koma hrottalega fram, þótt
hann geri það undir áhrifum áfengis ... . Ef hann skyldi spyrja
um mig þá segið honum að eg hafi riðið til Wrybourne House
og komi bráðlega aftur .... og reynið að finna miðann.“
„Kæra frú mín, við leitum í hverjum krók og kima.“
„Þökk, Tom, eg veit að þið gerið það.“
Svo reið hún af stað. Hún brosti, en Tom fannst bros hennar
bera sorg og engri gleði vitni.
Hún reið eftir troðningum um laufgaðan skóginn og það
var sólskin og það var bjart í kringum hana, æskuþrótturinn
geislaði í svip hennar, hver hreyfing hins fagra líkama henn-
ar átti mýkt, og í æskufegurð sinni var hún gyðju lík, gyðju,
sem var harmi lostin — svo fannst að minnsta kosti manni
þeim, sem þolinmóður hafði beðið þess, að hún kæmi, og nú
titraði af ákafa og geðshræringu, er hann sá hana nálgast. En
það var girnd í tilliti hans, girnd blandin miskunnarleysi
skógargoðsins, sem ginnt hefir til sín unga, saklausa mey, er
hann leit hina ljómandi fegurð hennar.
Án þess að gera sér nokkra grein fyrir hver áhrif fegurð
hennar hafði, og án þess að hafa hugmynd um, að maður þessi,
sem hugði illt, virti hana fyrir sér úr felustað sínum, reið
hún óttalaus um grænan skóginn, sem naut sín hið bezta
í skini hnígandi sólar .... Og nú — snögglega, varð hún
mannsins vör, og ósjálfrátt greip hún í tauminn til þess að
komast framhjá honum, en hann brá við snarlega, og vam-
aði henni að komast áfram. Twiley markgreifi hneigði sig,
í þetta skipti án þess að venjulegt flærðarbros léki um varir
hans.
Þegar hún var þannig hindruð í að komast leiðar sinnar