Rökkur - 01.06.1952, Side 34
82
RÖKKUR
„Aðlaðandi,“ sagði Sam og andvarpaði. „Það mun Cecily
hafa fundist, og meira en það, því að ella hefði hún ekki gifst
honum, — guð blessi hana. Bara, að allt fari vel fyrir þeim,
og þetta reyni ekki um of á hana. Það er ekki nema tvennt til,
annað hvort bjargar hún honum, eðd henni mistekst það og
ber aldrei sitt barr eftir. Þetta veldur mér allt nokkrum á-
hyggjum, því að hún hefði aldrei getað gifst honum, ef eg
hefði ekki átt nokkurn hlut að.“
Þeir voru nú komnir í aldingarðinn og ómaði þar fugla-
söngur og suðandi býflugur þutu um, en marglit fiðrildi flögr-
uðu yfir blómunum. Þeir settust á luralegan garðbekk, sem
Sam hafði klambrað saman fyrir mörgum árum, tóku upp
pipurnar sínar, og sátu um stund reykjandi, án þess að mæla
orð af vörum.
„Hvernig þrífst litla barnið ykkar, Ned?“ spurði Sam loks.
Augu Neds ljómuðu allt í einu, hann blés frá sér reyk og
svaraði:
„Ágætlega, Sam, ágætlega. Og þitt?“
„Tútnar út, Ned, tútnar út. Það er nú hraustur strákur,
lagsmaður, hraustur, vel byggður, — allt eins og bezt verður
kosið.“
„Það er eins með minn — allt sem vera ber, undir þiljum
og ofan þilja.“
Báðir reyktu ákaft um stund, þar til Sam sagði:
„Eg var næstum búinn að gleyma því, litli strákurinn minn
vegur nú meira en tólf pund, — og 30 grömm fram yfir, meira
að segja.“
„Ha, ha, þá hefir minn betur —“
„Betur, þú ætlar þó ekki að halda því fram, að hann sé
þyngri en minn?“
„O-jú, drengur minn. Það munar alltaf tæpum fjórðungi
merkur.“
„Jæja, minn vinnur á, sannaðu til, en aðalatriðið er, þessir
strákar eru hraustir og lystugir og duglegir að orga og vafa-
laust beztu sjómannsefni. Guð blessi þá“.
„Amen,“ sagði Ned hátíðlega. Enn var reykt, án þess nokk-
uð væri mælt, en loks var það Ned, sem rauf þögnina.
„Sam, hver skollinn kom fyrir þarna í London? Eg hefi
hevrt að þú hafir stórmóðgað hina göfuga lávarða, samþings-
menn þína?“