Rökkur - 01.06.1952, Síða 328
376
RÖKKUR
hjarta hennar. Hún varð að gera eitthvað fljótt, sér til bjarg-
ar. Hún kippti að sér hönd sini.
„Mig furðar, að þú skulir dirfast að stinga upp á þessu. Get-
urðu látið þér til hugar koma, að eg mundi —“
„Eg hefi sagt þér, að eg elska þig. Hví getur það þá móðgað
þig að tala um ást?“
„Þú veizt vel, að eg mundi aldrei giftast þér!“
„Ekki nú — en innan tíðar. Einhven tíma muntu sjá, að eg
hefi ekki gert þér neitt illt, heldur hið gagnstæða.“
„Eg mundi aldrei — og nú verð eg að fara. Eg held ekki
kyrru fyrir hér til þess að láta móðga mig.“
Hún færði sig í áttina til dyranna, en hann gekk í veg fyrir
hana.
„Farðu ekki þannig frá mér, Kata. Hlustaðu á mig, þótt ekki
sé nema andartak.“
„Leyfðu mér að fara,“ sagði hún þrálega. „Eg vil ekki hlusta
á móðganir.“
„Notaðu ekki slíkt orð, þegar um bónorð er að ræða.“
„Það er móðgandi — frá þér. Þú veizt, að þú getur ekki
kvongast mér. Þú veizt, að þótt við værum gefin saman eftir
hinni nýju helgisiðabók, yrðum við alltaf — presturinn og
hóra hans.“
„Hvernig vogarðu þér að mæla svo?“ sagði hann. „Þetta er
lygi. — Eg get kvongast eins og hver annar, og flestir menn í
minni stöðu mundu hafa gert það fyrir mörgum árum — jafn-
vel áður en hin nýja t.rú kom til sögunnar. En eg vildi það ekki,
af því að eg elskaði þig — og beið. Geturðu ekki reynt að
skilja hvað mér er í hug, Kata?“
„Nei, eg skil þig ekki.“
„En þú verður að reyna það. Eg má ekki til þess hugsa, að
þú standir uppi ein og vinalaus, — ekki til þess hugsa, ó, barnið
mitt, eg hefði ekki játað þér ást mína nú, ef þetta hefði ekki
gerst, á heimili þínu, og eg skil, að þú sért mér reið, þótt þú
ættir að geta skilið, að eg gerði það vegna þess, að eg ann þér.
.... Eg verð að bjarga þér og annast þig þrátt fyrir afstöðu
þína nú.“
„Ef eg giftist þér,“ svaraði hún, „mundi eg glata því eina,
sem er mér til huggunar, trú minni.“
„Ef þú átt við hina kaþólsku trú, glataðirðu henni fyrir löngu.“
„Nei, nei.“
„Kaþólsk trú er öllum eilíflega glötuð í þessu landi“.