Rökkur - 01.06.1952, Síða 139
RÖKKUR
187
galeiðuþrælkunar, og lögregluhundarnir frá Bow Street eru
á hælum mér.“
„Eru þeir það, bölvaðir?“
„Og nái þeir mér, verð eg hengdur í hæsta gálga.“
„Þá —,“ sagði Ralph og leit ósjálfrátt í kringum sig —
„þá mega þeir ekki klófesta yður.“
„Þér spyrjið ekki hvaða glæp eg hafi framið —?“
„Nei, það geri eg ekki. Mér nægir að fyrir sex árum voruð
þér hreinn og beinn og heiðarlegur bardagamaður, og í dag
lít eg á yður sem félaga. Sannast að segja væri eg ekkert hissa
á, að þér hefðuð verið dæmdur fyrir sakleysi.“
„Lávarður minn, eg er af þjóðflokki, sem nú er fyrirlitinn,
en menn af mínum stofni hafa það sér til ágætis, að þeir kunna
að meta sanna vináttu og bregðast aldrei vinum sínum. í þakk-
lætis skyni fyrir traust yðar vil eg segja yður sögu mína í
höfuðatriðum."
„Gerið það!“
„Það var götubardagi háður. Kona, sem maður hafði leikið
sárt, rak upp vein. Eg kom konunni til hjálpar og barði mann-
inn niður, en hann stóð ekki upp aftur, því að hann þoldi ekki
höggið — var rotinn í merg og bein eftir illan lifnað. Eg var
sakaður um morð og dæmdur. Eg þraukaði í fimm ár, svó
slepp eg — örið hlaut eg, er eg braut mér leið til frelsisins.“
„En nú eruð þér frjáls, Tawno.“
„En hve lengi? Eg var óheppinn, einn spæjaranna komst
á slóð mína, hann þekkti mig fyrir fjórum dögum, og elti mig
hingað, og lá við að hann gæti tekið mig höndum í gærkvöldi.
Eg barði hann niður og lagði á flótta, en datt og sneri mig um
öklann, og nú sit eg hér á hesti yðar og er yður skuldbundinn
og þakklátur.“
„Og nú förum við — hvert?“
„Til bækistöðva Lovel-fólksins, ef við finnum þær, en nú
leggjum við leið okkar til felustaðar, þar sem við getum verið
óhultir.“
„Og vitið þér einn um þennan felustað?“
„Aðeins eg — og einn maður annar, svo eg viti. Kanske var
það heimskulegt af mér, en eg var ungur — og mannskrattinn
hafði meitt sig og var að flýja undan lögregluhundunum. Þetta
er flakkari, Jim að nafni, sem betur væri dauður, greyið, og
er það sennilega, — máske búið að hengja hann.“