Rökkur - 01.06.1952, Side 274
322
RÖKKUR
mælandi aftur, ef honum skyldi batna. Og um Nicholas Peck-
sall er það að segja, að hann hefir svikið sína helgu köllun sem
prestur, auk þess sem hann hefir snúið baki við heilagri trú.
J?ú vex ekki í áliti hjá mér við að stiga inn yfir þröskuld hans.“
„Hann er góður maður.“
„Júdas var talinn góður í sér — og sveik með kossi.“
Katrín reiddist, en sat á sér, því að hún var hyggnari en svo,
að halda þessari deilu áfram. Hélt hún brátt heim. Stundum
hallaðist hún að því, að ef prestur kæmi til Fuggesbroke mundi
hún aðeins eiga það vinsemd Richards að þakka, ef hún fengi
vitneskju um það. Hún var ekki í neinum vafa um, að kona
hans mundi gera það, sem í hennar valdi stæði, til þess að koma
í veg fyrir það.
Vissulega var nú tími til kominn, að prestur kæmi, en það
var ekki einu sinni orðrómur á kreiki um komu nokkurs prests.
Kannske mundi enginn koma. Tveir þeirra, sem komið höfðu,
höfðu verið teknir fastir. Faðir Pichard var dauður og Faðir Oven
var í fangelsi og beið þess, að verða leiddur fyrir rétt.
15.
Katrín var þannig slitin úr tengslum að mestu við vini sína.
Sú var orsök þess, að hún fór oftar en ella til prestshússins í
Leasan. Þau deildu tíðum sem fyrrum, en oft fannst henni, að
hennar beztu og kyrrlátustu stundir væru, er þau sátu í rós-
viðarbyrginu og ræddu um daginn og veginn. Og það hafði góð
áhrif á hana, því að mikil ólga var í huga hennar, — hún var
iðulega eins og sveittur hestur, sem keyrður er sporum. Beiskja
var í hug hennar í garð Mary Tuktone, beiskja yfir trúardeyfð-
inni, og hún þráði bróður sinn mjög, og svo voru ýmsar reikular
hugsanir, sem juku rótið á hafi hugans, en þeim bægði hún frá,
og þótti miður, að þessar öldur skyldu rísa. — Hún var gröm
Nicholas Pecksall fyrir breytni hans, en í hina röndina féll
henni við hann, vegna þeirra áhrifa, sem manngæzka hans hafði
á hana. Alltaf hafði hann rætt við hana af viðkvæmni um
bróður hennar, en nú af æ meiri varkfærni. Og er þau deildu
var fróun nokkur í að deila. En svo var enn ein ástæða fyrir
því, að hún fór oftar en áður til Leasan. Hún játti því með sjálfri
sér stundum. Og hún fann æ sárara til þess en áður, að verða að
komast burt frá Conster í bili, og hvert gat hún farið nema til
Leasan, þar sem hún var ekki velkomin lengur í Fuggesbroke?