Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 150
198
RÖKKUR
Konu annars manns — og eg á að hafa brugðist konu
minni — fari í heitasta.“
„Bölvaðu ekki, Sam, — en, hvað hefirðu um þetta að
segja?“
„Segja —“
„Geturðu neitað þessum ásökunum?“
„Eg neita þeim algerlega, — það er ekki minnsti fótur fyrir
þeim.“
„Eg — treysti þér.“
„Það geturðu líka vel gert, en hvaða endemis vitleysa er
þetta, fari í —“
„Bölvaðu ekki, Sam, — en, hvað gerðist?“
„En trúir þú mér, Anna frænka?“
„Já, eg hefi aldrei reynt þig að ósannindum, — eg veit vel,
að þú getur ekki sagt ósatt — þá átt ekki neitt slíkt til, en
samt lá við, að eg efaðist —“
„Nú skil eg,“ sagði hann og spratt á fætur. „Andromeda,
konan mín, hún trúir þessu — konan mín, sem eg ann og dái,
hún trúir þessu um mig — fjandinn hirði —“
„Ef þú hættir ekki að bölva, fer eg og skil þig eftir einan.“
„Einan — eg er farinn að verða því vanur, að vera skilinn
eftir einn.“
„Og þú getur engum um kennt nema sjálfum þér, væni
minn. Af hverju ferðu ekki til Andromedu og segir henni
allt af létta.“
„Nei, nei og aftur nei, — eftir að hún gat trúað þessu um
mig — hvernig gat hún —“
„Hún hafði ýmsar gildar ástæður til þess að ætla, að þú
værir henni ótrúr, og þegar allt virtist staðfesta gruninn var
henni vorkunn, að álykta sem hún gerði. Það lá við, að eg
sannfærðist um sekt þína.“
„Gildar orsakir — í hamingju bænum, segðu mér þá hverj-
ar þessar gildu orsakir eru.“
„Seztu þá niður og vertu rólegur, drengur.“
Hann gerði það, en var þungbrýnn og skuggalegur.
„Ertu nú alveg búinn að jafna þig?“
„Nei, hvernig í — hvernig geturðu búist við því?“
„Þá verð eg að bíða þar til þú ert alveg búinn að jafna þig.
því að þú verður að vera alveg rólegur þegar eg útskýri málið
fyrir þér, og sýni þér fram á hvers vegna hún gat trúað svo
illu um þig.“