Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 61
R Ö K K U R
109
eítir prjónunum, sem lágu enn í kjöltu hennar, og greip þá
titrandi höndum, en er hann sá tár hennar varð Sir Robert
skyndi lega gripinn viðkvæmni, og hann beygði síg niður og
kyssti silfurhærur hennar og hrukkað enni, og sagði af ein-
kennilegri mildi:
„Beta mín, það er ekkert til í heiminum, sem gæti leitt mig
á guðs vegu, sé þá guð til, nema ef það væri þín hreina, milda
og einarða sál —“
Og þá, er hún opnaði faðm sinn, eins og hún byggist við, að
hann myndi hlaupa í hann, eins og þegar hann var lítill dreng-
ur, — hrökklaðist hann frá henni og varð skömmustulegur á
svip .... en nú var barið léttilega að dyrum, og er þær opn-
uðust, gekk inn Twiley markgreifi, brosandi — og hneigði sig,
en áður en hann tæki til máls stóð Elisabet upp og gekk
hnakkakert út úr herberginu, án þess að mæla orð af vörum.
„Jæja, kæri Bob,“ sagði markgreifinn, um leið og dyrnar
lukust að baki hans. „Þetta heppnaðist. Eg er með Wrexham-
skjölin. Hér eru þau.“
Hann lagði þau á borð nokkurt. ,
Sir Róbert leit á þau rétt sem snöggvast og'svo á mark-
greifann og horfði á hann næstum ógnandi og jafnframt rann-
sakandi augum. Twiley varð ekki sem notalegast innanbrjósts
og eftir nokkra þögn lyfti hann brúnum og spurði:
„Hvað er nú á seyði, Róbert?“
„Setjist niður, Twiley.“
Markgreifinn settist, en fór sér hægt og rólega.
„Skjölin, kæri vin, eg endurtek, að hér eru þau, undirrituð
og vottfest — og þar sem eg hefi nú komið þessu í kring, ætti
það að vera sannað svo vafalaust sé, að eg er yður hollur — en
samt fæ eg ekki eitt þakkaryrði, en ekki svo að skilja, að eg
bÚÍst VÍð -“
„— langri þakkarræðu,“ greip Sir Róbert fram í fyrir hon-
um, „en eg ætla mér samt að segja nokkur vel valin orð. Þér
veitið athygli orðum mínum?“
Það var eitthvað í hinu kalda, rannsakandi augnatilliti Sir
Róberts, sem nísti gegnum merg og bein. Twiley var ekki leng-
ur makindalegur. Hann beit á vör sér og kreisti út úr sér:
„Eg hlusta!“
„Gott og vel,“ sagði Sir Robert og settist í hægindastól, lét
fara vel um sig og mælti með makindasvip:
„Eg hefi stundum heyrt vængjatak engils dauðans, Twiley