Rökkur - 01.06.1952, Side 175
R Ö K K TJ R
223
„Mér er það fullljóst,“ sagði Sir Robert og krosslagði fæt-
urna, „að þorparinn er drukkinn“.
„Já, Bob,“ sagði Twiley markgreifi, en til hans hafði Sir
Robert beint orðum sínum. „Þessi vinur okkar hefir orðið
fyrir allmiklu áfalli, og þar af leiðandi fundið hjá sér þörf til
að fá sér „einn stóran“ — kannske tvo, sem ekki er furða,
því að áfallið er þannig til komið, að rauðálfur nokkur hefir
þefað uppi slóð hans — rauðálfurinn Shrig, Jasper Shrig frá
Bow —“
„Já, já,“ hvæsti Bellenger, „og það voruð þér, Chalmers,
sem beinduð honum á slóð mína — og okkar. Og skuluð þér
nú gjalda fyrir með lífi yðar, eða leggja til sannanir fyrir sak-
leysi mínu. Og svarið nú — upp á stundina.“
Sir Robert, sem hafði krosslagt fæturna, krosslagði nú
hendumar á brjósti sér, horfði fyrirlitlega á Bellenger, og
mælti til markgreifans:
„Twiley, þorparinn, vinur yðar, er enn heimskari en eg
hugði. Hann hefir þegar eitrað andrúmsloftið hér of lengi.
Gerið svo vel að koma honum burt héðan.“
„Kæri Robert,“ andvarpaði markgreifinn, „hve eg dáist
að yður, fötluðum manninum, hugrekki yðar, — því að ekki
verður geigs vart hjá yður frekar en endranær, þótt aðstæður
allar —, en sleppum því, við vildum aðeins tilkynna yður,
að —“
„Fari í helvíti nei, við erum ekki að tilkynna neitt —,“ sagði
Bellenger æfur af reiði, og reyndi að slíta sig af Twiley, sem
hafði þrifið í hann til þess að halda aftur af honum. „Svo sann-
arlega skuluð þér verða að svara til saka, Sir Robert, við krefj-
i mst svars við því hvers vegna þér siguðuð sporhundum lög-
reglunnar á okkur, okkur segi eg, því að Twiley er í sama fen-
inu og eg —“
„Arthur,“ sagði Twiley markgreifi, og þurfti hann ekki meira
að segja, því að hann greip slíku heljartaki um Bellenger, að
hann veinaði. „Og nú,“ bætti Twiley við brosandi, „kæri Arth-
ur, leyfðu mér að segja nokkur orð af skynsamlegu viti.“
„Já, já, en slepptu honum ekki, nema við höfum tryggingu
hans fyrir öryggi — ella gjaldi hann fyrir með lífi sínu. Já,
og svo eru skjölin, sem hann stal frá mér. Eg verð að fá þau,
þegar í stað, eða hann skal ekki lifa nógu lengi til þess að —“
„Vitanlega, vitanlega, Arthur, það verður allt eins og um