Rökkur - 01.06.1952, Side 312
360
R Ö K Ií U R
Líklega hefir sigið mók á hana undir morgun, því að þegar
hún vaknaði, var orðið bjart af degi, grá ský á lofti, og skúrir
á milli. Hún reis upp á olnboga, glaðvöknuð á svipstundu, en
gripin ónotatilfinningu, af því að henni fannst einhver í her-
bprginu, sem hún gat ekki komið auga á. Á næsta andartaki var
barið að dyrum. Madge Piers kom inn og kvað móður hennar
vilja tala við hana.
„Hvers vegna vill hún ...... hvernig líður henni annars?“
„Betur, miklu betur, eg hefi gefið henni seyði af jurtum,
sem .... “
„En læknirinn, kom hann ekki?“
„Vissulega, og tók henni blóð. Það hefir sjálfsagt verið hálf-
ur peli .... en það stoðar ekki, jurtirnar hinsvegar, seyði af
jurtum sem drekka skal eftir því hvar stjörnur eru á lofti, allt
slíkt kenndi móðir mín mér, og var meira metið af læknum og
TÍsindamönnum þeirra tíma en nú.“
„Haltu þér saman, Madge, eg ætla á fund móður minnar.“
Hún flýtti sér að klæða sig, vildi ljúka þessu sem fyrst, en í
flýtinum gleymdi hún að krækja að sér kjólnum. Hún barði að
dyrum hálfsmeyk við það, sem fyrir augu mundi bera, en henni
til undrunar var svarað hressilega:
„Er þetta Katrín, komdu inn?“
Móðir hennar lá ekki í rúminu, heldur sat fyrir framan speg-
ilborð sitt, klædd bláa kjólnum, er hún hafði verið í kvöldið
áður — með hárið upp sett og vafið í hringa. Hún var föl —
en allar hefðarfrúr lögðu nú áherzlu á að vera fölar — eins og
drottningin — og forðuðust því útiveru, og annað, sem stuðlaði
að hraustu útliti. Framkoma móður hennar nú hneykslaði hana
ekki síður en framkoma hennar kvöldið áður.
„Móðir —“
„Stattu ekki þarna gapandi — guð sé oss næstur, barn — það
er ekki sjón að sjá þig, hárið ógreitt, úfið — og þú hefir ekki
einu sinni krækt að þér kjólnum.“
Katrín krækti að sér kjólnum, eldrauð í framan, og mintist
þess, að kjóll móður hennar hafði verið ókræktur kvöldið áður.
Hvernig gat hún nú .... en kannske runnu hugsanir Elisabetar
Alard í sama farvegi, því að hún sneri sér undan og sveigði
tali að öðru:
„Hvernig svafstu í nótt?“
„Eg lá andvaka — svaf kannske klukkustund eða svo.“