Rökkur - 01.06.1952, Side 109
RÖKKUR
157
Æ fleiri tóku undir:
,,Uppreistarmaður, föðurlandssvikari!‘‘
„Það er glöggt hvað þeir vilja,“ sagði Sam og beit á jaxlinn.
„Bíð þú, Harry, það er á mér, sem þeir ætla að klekkja.“
„Eitt skal yfir báða ganga, lávarður minn,“ sagði Standish
og vafði svipuólinni um hönd sér, því að hann ætlaði að nota
skaptið sem kylfu. „En hyggilegast væri að hörfa undan hægt
og komast í húsaskjól, þar sem auðveldara er að verjast.“
„Nei,“ svaraði Sam og glotti kuldalega. „Nei, mig vilja þeir
finna og skulu finna — þótt þeir drepi mig. Þú víkur til hliðar,
Harry, og' hefst ekki að, — það er skipun.“
„Tilgangslaust að mæla í þessum dúr, jarl minn, þótt þér
viljið berjast einn á móti margnum. Harry Standish rennur
ekki. Ráðumst á þá þarna í göngunum, áður en þeir fá tæki-
færi til þess að dreifa sér og ráðast á okkur úr öllum áttum.
Afram nú gamli, fram, fram!“
Og Harry Standish hljóp fram til atlögu og Sam gerði slíkt
hið sama, og hlið við hlið hófu þeir árásina, áður en flokkur-
inn gat dreift sér, og svo hart gengu þeir fram, að þorpararn-
ir hrukku fyrir og þvældust hver fyrir öðrum. Og þannig var
barizt um stund, þar til hatturinn var sleginn af Sam, og hann
meiddist á fæti, svo að hann hálfhneig niður, en Harry hvatti
hann sem bezt hann gat:
„Upp, félagi, reyndu að rísa upp, og að veggnum; snúum
bökum að veggnum og verjumst.“
„Já, að veggnum,“ stamaði Sam hálfdasaður, „að veggnum.“
Um leið og hann mælti svo, staulaðist hann á fætur og greip
lurk, sem eins og barst honum upp í hendurnar. Það var spark-
að í hann, hnefar margra manna gengu á honum; það var þrifið
í hann og reynt að draga hann burt, en með því að beita allri
orku sinni tókst honum að hrinda þeim frá sér og fá svigrúm
til að beita bareflinu, og hörfa aftur á bak að veggnum. Og
þarna vörðust þeir nú félagarnir og sneru bökum að veggnum,
og voru þeir ekki í vafa um, að þeirra hinzta stund væri komin,
en þeir börðust áfram af ofurkappi örvæntingarinnar. En þá
kvað við allt í einu eitthvað, sem líktist herópi — einhver
a?pti til þeirra hvatningarorðum hásum hrygluróm, og á næsta
andartaki var ráðizt á árásarmenn þeirra jarlsins og Standish
aftan frá, og riðlaðist nú fylking þorparanna. Einhver
sótti fram í vígahug og af slíkum krafti, að það var sem fjand-
niönnunum væri þyrlað til beggja hliða, og lögðu þeir, sem