Rökkur - 01.06.1952, Síða 191
RÖKKUR
239
þess, að fá að sjá líkið, og gera svo það, sem skyldan býður
mér.“
„Vel mælt,“ var sagt kunnuglegri röddu og allt í einu vatt
maður nokkur sér inn um garðgluggann, og hafði sá furðulega
þvældan hatt á höfði. Var þar kominn kunningi jarls, Jasper
Shrig frá Bow Street-stöðinni og heilsaði honum og mælti
því næst við Smalley:
„Skyldurækni þín, Jakob — er óstjórnlega voldug sem
vindurinn er þenur út seglin, svo að skipið hendist áfram —
í skakka höfn, enda hefi eg handtekið hinn seka, Kobbi
minn —“
„Hvað — hvað er eiginlega um að vera?“
„Að hinn seki berst nú um á hæl og hnakka, maður minn
— læstur inni.“
„Já hver andskotinn,“ hraut af vörum Johns Digg, — „af-
sakið jarl minn, en þér Shrig, þér hafið gómað hann, ha —
leyfist mér að spyrja hvernig — og hvar.“
„Ó, já, ef þér eruð svona hárviss og röggsamur," sagði
Smalley beizklega, „nefnið þá hinn seka.“
„Hárviss jafnan, það er lóðið — að vera hárviss — og
„Shrig, sem stéttarbróðir yðar, spyr eg — nei, eg krefst þess,
að fá að vita nafn hins seka, og fullar upplýsingar um allt,
sem gerðist, er hann var tekinn höndum.“
„Smalley, piltur minn, þar sem þú spyrð — og krefst í
þokkabót — svars og fullra upplýsinga, sem stéttarbróðir og
laganna vörður, verð eg að svara skýrt og skilmerkilega —
ekki þó upp á stundina — en þakka fyrir orðið áðan — það
mun mér ekki úr minni líða, og nú óska eg ykkur fararheilla,
Jake og John Frigg, hvert sem spor ykkar liggja næst — en
eg verð að ætla, að skyldan kalli og þið bíðið óðfúsir eftir að
gegna henni, — en meðal annara orða, lávarður minn, þér
þráið kannske að njóta félagsskapar þeirra og stund?“
„Nei, þökk fyrir, nei.“
„Hvað sem þessu líður,“ sagði sá rauðklæddi, og tútnaði
nú enn út sem hani í vígamóði, „þetta keyri hérna — sönn-
unargagnið — læt eg mér ekki úr hendi sleppa, eins og sakir
standa, ef herra Shrig skyldi ekki hafa verið alveg eins snjall
og hann virðist ætla — og verið þér nú sælir, herrar mínir.“
Og út gengu þeir, „Jake og John Figg“.
„Félagi,“ sagði Shrig, „eg er þurr í kverkum og mig svíður
í fæturna —“