Rökkur - 01.06.1952, Síða 124
172
RÖKKUR
„Eg er hér um bil viss um, Andrómeda,“ sagði Harry til
þess að komast hjá að svara spurningu hennar, „að hann var
leiður yðar vegna. Hann sagði mér, að þér væruð mjög breytt-
ar — og hann gaf í skyn, að eg væri gerður út af örkinni
til þess að njósna um hann.“
„Og hann grunaði yður, Harry — hinir seku ala alltaf ein-
hvern grun. En nú vil eg fá að vita alveg afdráttarlaust hvers
vegna hann vildi verða þarna einn eftir.“
„En, Andrómeda, hvernig gæti eg —“
„Þér getið sagt mér það, en viljið það ekki, af því að þér eruð
karlmaður, og eg er konan hans. Hann bjóst við að hitta ein-
hvern þarna?“
„Ekki svo eg vissi.“
„En svo var það samt?“
„Eg — get engu svarað."
„Vesalings Harry,“ svaraði Andrómeda og hló kuldalega.
„Það er í rauninni tilgangslaust fyrir yður að skylmast þannig,
því að svo sannarlega sem guð er yfir mér veit eg þetta.“
„Þé — þér vitið það,“ stamaði Harry undrandi.
„Já, eg veit það, hefi vitað hvað gerzt hefir, því að þarna á
þessum auvirðilega auruga lappa er sannleikann að finna.“
Hún þrýsti lappanum í lófa hans, þótt hann vildi ekki við
honum títKa.
„Jæja,“ sagði hún, þegar hann hgfði lesið hann, „hvað hatið
þér meira að segja nú?“
„Að — þessi svívirðilegi lappi gefur miklu meira í skyn
en um er að ræða í rauninni.“
„En hvað er þá hið sanna í málinu — hverju á eg þá að
trúa?“ sagði hún í örvæntingu sinni.
„Þau hittust og ræddust við — það er allt og sumt.“
„Þér sáuð þau þá þarna í skóginum.“
„Já, eg sá þau. Og eg veit, að það sem þarna er skrifað er
argasta lygi.“
„Hvers vegna?“
„Af því að eg þekki Sam.“
„Og þér haldið, að eg þekki hann síður?“
„Nei, nei, æ, eg veit ekki hvað eg á að halda, en eg bið yður
um að vera þolinmóðar, Andromeda, og flana ekki að neinu.
Það væri himinhrópandi ranglæti að bera þungar sakir á Sam
vegna gruns, sem kviknað hefir vegna leynibréfa. Það mundi
særa hann svo djúpt, að eg þori engu að spá um afleiðing-