Rökkur - 01.06.1952, Side 186
234
RÖKKUR
„Tilgangslaust .... Wrybourne,“ stamaði Sir Robert. —
„Þeim hefir .... loks .... heppnast það .... það er von-
laust .... það er úti um mig.“
„Fjarri því,“ sagði Sam og smeygði sér úr skyrtunni og
reif hana í ræmur. „Eg hefi búið um ljótari sár á sjó. Liggið
nú kyrr.“
Og nú notaði hann sér reynsluna frá sjómennsku- og her-
mennskudögunum og gerði að sárinu sem bezt hann gat, en
mjúkhendur var hann ekki.
„Wrybourne .... hættið.“
„Liggið kyrr, helvískur — og þegið.“
„Eg verð — áður en eg þigg hjálp yðar, .... að segja yður,
að það .... var eg, sem .... skipulagði barnsránið.“
Það varð dálítið hlé á líknarstarfsemi Sams, en Sir Róbert
brosti beizkju- og sársaukakenndu brosi og hélt áfram:
„Og nú .... farið — lofið fjandmanni yðar að deyja.“
Ygldur á brún beit Sam á vör sér, en — hann hélt líknar-
starfi sínu áfram, þrátt fyrir það að hinn særði fjandmaður
hans reyndi af veikum mætti að aftra honum frá því.
„Þe .... þetta er verra en að de-eyja,“ kveinkaði Sir Ró-
bert.
„Haldið yður saman og liggið kyrr,“ urraði Sam.
Hjálparvana stundi Sir Róbert þungan og starði í andlit
inannsins, sem af miklum áhuga reyndi að bjarga honum.
Sir Róbert reyndi að mæla, en gat það ekki, tautaði eitthvað,
en engin orðaskil heyrðust, og svo missti hann meðvitund.
Eftir þetta gekk Sam betur og tókst honum nú brátt að
stöðva blóðrásina, og er öllu var lokið settist hann og horfði á
hversu hann hafði búið um sárið, en heyrði nú eins og lækjar-
nið í fjarska. Hraðaði hann sér þangað með klút og vætti hann
og lagði á andlit Sir Roberts, sem hresstist dálítið við það.
Hann opnaði augun og mælti veikri röddu:
„Getið þér — komið mér heim?“
„Nei, eg verð að taka yður með mér.“
„Hvert?“
„Heim,“ sagði Sam, og bætti svo við af napurri beizkju.
„Heim, nei, eg á ekkert heimili — til Wrybourne Feveril, —
það er ekki langt.“
„Af hverju takið þér þannig til orða?“
„Af'því að einhver djöfulleg öfl eyðilögðu heimili mitt —“